Ég og Pabbi tókum RC Flug á Siglufirði. Trainer með 60 mótor. Fórum 2 flug,
seinna endaði með að mótor stoppaði. Svif inná braut. Yfirskaut brautina
og lenti á grjóti, lendingarbúnaður fór undan og fl. Verður lagað og flogið aftur
Re: Siglufjörður - 31.maí 2014
Póstað: 3. Jún. 2014 21:28:16
eftir bf109g6
Flott video en hvernig vél er þetta ?
Re: Siglufjörður - 31.maí 2014
Póstað: 3. Jún. 2014 22:27:40
eftir Patróni
Smá epóxí og dúkur...noproblem
Re: Siglufjörður - 31.maí 2014
Póstað: 4. Jún. 2014 13:56:19
eftir Solvi
Þetta er Great Planes Trainer 60. Settur saman fyrir mörgum árum
en er nú með glænýjan 60 mótor. Fínasti Trainer, mjög stöðugur.
Re: Siglufjörður - 31.maí 2014
Póstað: 5. Jún. 2014 22:52:29
eftir Böðvar
Gaman að sjá þetta, átti svipaðan Trainer frá Great Planes fyrir einhverjum áratugum og vængurinn var einmitt festur á skrokinn með teygjum.
Þú hefur fest vídeóvélina á stélvænginn, var hún ekki afturþung ?
Re: Siglufjörður - 31.maí 2014
Póstað: 6. Jún. 2014 00:22:27
eftir Solvi
Myndavélin sem ég notaði er einungis 30 gr.
Þannig að gamli Trainerinn fann ekki fyrir þessu.