MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10795
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Póstur eftir Sverrir »

Flugmódelklúbburinn Falken á Sjálandi(nálægt Slagelse) heldur fjögurra daga flugkomu í kringum Uppstigningardag ár hvert. Þess utan er þó nóg um að vera og fjölmargir atburðir yfir árið og höfum við séð aðeins til uppátækja þeirra í gegnum tíðina. Nokkrir af þotufélögum mínum eru í klúbbnum, og fleiri voru búnir að boða sig, svo það var upplagt að leigja sér bíl og kíkja við hjá þeim fyrst maður var í nágrenninu... hvað annað ætti maður svo sem að gera í Baunalandi!? :D

Það eru engar takmarkanir á því hverju menn mega fljúga, markmiðið er bara að hafa gaman af og hittast, en þó er hefð fyrir því að á fimmtudeginum fá svifflugur aðeins að njóta sín og forgang í loftið. Óneitanlega setja vindmyllurnar sem eru við hliðina á flugvellinum smá svip á hann, þetta eru 70 metra háir turnar og með blöðunum ná þeir einhverja 120 metra upp í loftið og vega hátt í 270 tonn með öllu heila klabbinu.

Um 25 hjólhýsi og tjaldvagnar voru á svæðinu svo flogið var vel fram í myrkur öll kvöld ásamt því sem að á laugardagskvöldinu var sameiginlegur kvöldverður snæddur á svæðinu. Veitingasalan var einnig til fyrirmyndar en hægt var að fá grillaðar pylsur, kökur, snakk, sælgæti, ávexti, te, kaffi, gos og bjór allan daginn gegn vægri greiðslu. Módelbúð var einnig á staðnum en HobbyKarl kom á hjólhýsi og sló upp búð á svæðinu, ég er ekki frá því að hann hafi næstum því náð Jóni í vöruúrvali. ;)

Staðarsjónvarpið mætti á svæðið og tók m.a. viðtal við fyrrum formann og einn stofnenda klúbbsins.

Áhugasamir geta séð fleiri myndir í myndasafninu.

Fínasta dráttarvél sem var vel notuð.
Mynd

Hvað skyldi vera út á vellinum?
Mynd

Skyrunner 100 frá Airworld, þessi náði 500 km/klst, flaug 1000 metra út og 800 metra upp þegar mest var. Venjulega er mælt með Jetcat P20 en í þessari er P100!
Mynd

Mynd

Stór Krill Extra...
Mynd

Eða hvað, hún minnkar nú talsvert við hliðina á vindmyllunni.
Mynd

1/4 Cub frá Hangar 9 með Mintor 22cc bensínmótor.
Mynd

Mynd

Menn hætta ekkert að leika sér...
Mynd

FeiBao Mirage 2000 en við vorum einmitt samferða heim af JetPower í fyrra. ;)
Mynd

Mynd

Tomahawk L39 Albatros með Jetcat P300.
Mynd

Mynd

Mynd

Eitt stykki Graupner Hotspot.
Mynd

E-flite L-13 Blanik.
Mynd

Mynd

Mynd

Gamall kunningi!
Mynd

Mynd

Sennilega dýrasta „matborðið“ á svæðinu sem Lars sat við!
Mynd

Raðfullnægingar, CARF P-47, Moki 150 og fjögurra blaða Solo spaði sáu um hávaðann.
Mynd

Mynd

Úbbbbs!
Mynd

Annar gamall kunningi!
Mynd

Mynd

Rafmögnuð borð.
Mynd

HobbyKarl á svæðinu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Árni H
Póstar: 1489
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Póstur eftir Árni H »

Þeir eru flottir þarna í Fuglebjerg! Tókst raðsmíðin á svifflugunum hjá þeim eða floppaði verkefnið í ár?

Passamynd
lulli
Póstar: 1104
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Póstur eftir lulli »

Veisluhöld 123 veisluhöld!!!!!
Þeir eru svalir þessir frændur okkar, þökk sé þér Sverrir fyrir deilinguna.
Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Passamynd
maggikri
Póstar: 4564
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Póstur eftir maggikri »

Flottar myndir hjá kallinum, eins og vanalega og pósturinn sjálfur.
kv
MK

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10795
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Póstur eftir Sverrir »

Takk, takk.

[quote=Árni H]Þeir eru flottir þarna í Fuglebjerg! Tókst raðsmíðin á svifflugunum hjá þeim eða floppaði verkefnið í ár?[/quote]
Held alveg örugglega að það sé ekki fyrr en á síðsumarssamkomunni þeirra.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10795
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: MFK Falken, Danmörku - 29.maí til 31.maí 2014

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti

Svara