Vandmál við að hlaða rafhlöðu
Re: Vandmál við að hlaða rafhlöðu
Ég er að vona að einhver hérna geti hjálpað mér varðandi rafmagnsmál en ég myndi sennilega teljast nýgræðingur í þeim efnum.
Málið er að ég á þessa fína Spektrum DX8 sendir sem er með nýja 2000mAh NIMH hleðslurafhlöðu. keypti sendirinn notaðan frá Kanada og með sendinum fylgdu 2. hleðslutæki.
Vandamálið liggur í því að ekki er hægt að hlaða fjarstýringuna með þessu tveim
ur hlesðlutækjum. Hleðsluljósið kemur DX8 á sendinn en engin hleðsla á sér stað. Auðvitað myndi ég helst vilja fá það í lag.
Spurning 1: Á ég að opna sendirinn (fá helst einhvern sem til þekkir til að hjálpa mér) og athuga hvort að það er sambandlseysi/laus vír einhversstaðar?
Spurning 2: Ef leið 1 er ekki fær, get ég fengið adapter sem ég set á milli rafhlöðu og original hleðslutækisins til að hlaða. Auðvitað þyrfti ég að taka rafhlöðuna úr í hver sinn.
Spurning 3: Ég á PRO-PEAK Prodigy II græju sem sést á myndinni. Ég útbjó vír til að hlaða rafhlöðuna en það gengur illa að hlaða hana og er það væntanlega vegna kunnáttuleysis hjá mér. Ég stilli Þá græju á NiMH Charge C = 2.0A. Hún hleður í stuttan tíma ca 20 mín og meldar að hún hafi klárað en einungis 100ma hafa komið inn á rafhlöðuna.
þannig að núna er ég kominn upp að vegg í þessu og vona að einhver af ykkur geti leiðbeint mér um næstu skref.
Re: Vandmál við að hlaða rafhlöðu
Nokkur atriði sem mætti kanna:
a) Hleðslutækin sem komu með eru tvö. Annað gæti verið fyrir viðtækið (RX) í módelinu og þá fyrir 4,8V rafhlöður (fjórar NiMh sellur) og hitt fyrir sendinn (TX) sem gæti verið með 9,6V rafhlöðum (8 sellur). Alla vega þá er yfirleitt hærri spenna í sendinum og þarf þá að nota rétt hleðslutæki. Þau ættu að vera merkt: TX fyrir sendinn og RX fyrir viðtækið.
b) Stendur ekki eitthvað á hleðslutækjunum, t.d. spenna (V) og straumur (mA)?
c) Það þarf að vera slökkt á sendinum meðan hlaðið er. Það hleðst ekkert inn á sendinn ef kveikt er á honum.
d) Ef þú ert að hlaða litlu svörtu fjögurra sellu rafhlöðuna sem sést á myndinni þá má ekki stilla Pro-Peak hleðslutækið á "NiMH Charge C = 2.0A". Það er allt of mikill hleðslustraumur að stilla á 2,0 Amper og líklegt að hleðslutækið slái út. Prófaðu að stilla á mun lægri straum, t.d. 0,5 A (500 mA), eða minna.
a) Hleðslutækin sem komu með eru tvö. Annað gæti verið fyrir viðtækið (RX) í módelinu og þá fyrir 4,8V rafhlöður (fjórar NiMh sellur) og hitt fyrir sendinn (TX) sem gæti verið með 9,6V rafhlöðum (8 sellur). Alla vega þá er yfirleitt hærri spenna í sendinum og þarf þá að nota rétt hleðslutæki. Þau ættu að vera merkt: TX fyrir sendinn og RX fyrir viðtækið.
b) Stendur ekki eitthvað á hleðslutækjunum, t.d. spenna (V) og straumur (mA)?
c) Það þarf að vera slökkt á sendinum meðan hlaðið er. Það hleðst ekkert inn á sendinn ef kveikt er á honum.
d) Ef þú ert að hlaða litlu svörtu fjögurra sellu rafhlöðuna sem sést á myndinni þá má ekki stilla Pro-Peak hleðslutækið á "NiMH Charge C = 2.0A". Það er allt of mikill hleðslustraumur að stilla á 2,0 Amper og líklegt að hleðslutækið slái út. Prófaðu að stilla á mun lægri straum, t.d. 0,5 A (500 mA), eða minna.
Re: Vandmál við að hlaða rafhlöðu
DX-8 er með innbyggðri hleðslurás, "hleðslutækið" sem fylgir sendinum er í raun bara spennubreytir fyrir hleðslurásina.
Mín reynsla af original nimh rafhlöðupakkanum sem fylgdi sendinum er sú að endingin var mjög léleg og myndi ég giska á að batterýpakkinn sé ónýtur.
Einn möguleiki hjá þér væri að skipta yfir í Lipo rafhlöðupakka, Jón V.P. hefur átt svoleiðis til (líka Hobbyking), þá ertu líka kominn með mun meiri rýmd (4000 mah). Svo læturðu bara stýringuna um að hlaða pakkann með því að stinga spennugjafanum í samband, hleðsluljósið á stýringunni slokknar að lokinni hleðslu (sem það gerir ekki þegar þú ert með 4,8V rafhlöðupakkann)
Mín reynsla af original nimh rafhlöðupakkanum sem fylgdi sendinum er sú að endingin var mjög léleg og myndi ég giska á að batterýpakkinn sé ónýtur.
Einn möguleiki hjá þér væri að skipta yfir í Lipo rafhlöðupakka, Jón V.P. hefur átt svoleiðis til (líka Hobbyking), þá ertu líka kominn með mun meiri rýmd (4000 mah). Svo læturðu bara stýringuna um að hlaða pakkann með því að stinga spennugjafanum í samband, hleðsluljósið á stýringunni slokknar að lokinni hleðslu (sem það gerir ekki þegar þú ert með 4,8V rafhlöðupakkann)
Bjarni Valur
Re: Vandmál við að hlaða rafhlöðu
Ég Þakka kærlega fyrir svörin Agust og Elson.
Águst:
1. Það var enginn RX með í kaupunum þannig að mér sýnist að bæði hleðslutækin séu fyrir TX. Annað sem er original og hefur fylgt með TX, hefur output 12V - 500mA en hitt er 14V - 0.5A. Ég hef alltaf haft slökkt á TX þegar ég hleð en það kviknar gaumljós á henni þegar hún þykist vera að hlaða.
2. Ég ætla að prófa að hlaða með PRO-PEAK stillingunum sem þú talaðir um
Elson:
Já það er þá lílklegt að hleðslurásin sé biluð.
Borgar sig að láta líta á hana eða er kannski kannski besta launsin að nota Lipo + PRO-PEAK?
Kærar þakkir báðir tveir. Ég uppfæri um gang mála með nýjum PRO-PEAK stillingunni !
Águst:
1. Það var enginn RX með í kaupunum þannig að mér sýnist að bæði hleðslutækin séu fyrir TX. Annað sem er original og hefur fylgt með TX, hefur output 12V - 500mA en hitt er 14V - 0.5A. Ég hef alltaf haft slökkt á TX þegar ég hleð en það kviknar gaumljós á henni þegar hún þykist vera að hlaða.
2. Ég ætla að prófa að hlaða með PRO-PEAK stillingunum sem þú talaðir um
Elson:
Já það er þá lílklegt að hleðslurásin sé biluð.
Borgar sig að láta líta á hana eða er kannski kannski besta launsin að nota Lipo + PRO-PEAK?
Kærar þakkir báðir tveir. Ég uppfæri um gang mála með nýjum PRO-PEAK stillingunni !
Re: Vandmál við að hlaða rafhlöðu
Ég stillti PRO-PEAK á 0.5A og nú fer hleðslan eðilega fram þannig að þetta er í góðu lagi núna. Líklega sló hleðslan út eftir 10-15 mín þegar hún var í 2.0A.
Takk kærlega, þið redduðuð mér algerlega.
Takk kærlega, þið redduðuð mér algerlega.