Protech Servó

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Protech Servó

Póstur eftir Ingþór »

Er að lenda í nokkuð undarlegu...
Ég er með Protech B1062 "Super Micro Servo" tengd við Futaba PCM móttakara og í hvert skipti sem ég kveiki á móttakaranum þá fara þau öll í botn (og jafnvel lengra en botn) og svo núlla þau sig... hefur einhver lent í sambærilegu?

Ég er hræddur um að þau skemmi sig eða vélina á þessu þegar ég er búinn að festa allt í...

Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég nota PCM móttakara, en þetta tengist PCM ekkert er það?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Protech Servó

Póstur eftir Agust »

PCM móttakarinn, ef hann er í lagi, á að senda frá sér að servóinu nákvæmlega eins merki og venjulegur PPM móttari.

Getur verið að Fail-Safe sé virkt í mótaranum og að servóið sé að fara í Fail-Safe stöðu sem einhvern tíman hefur verið prógrammeruð í móttakarann?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Protech Servó

Póstur eftir Þórir T »

Ég hef aldrei náð sáttum við Protech servoin sem ég hef átt, endalaust tif og flakk á stýrum, hef einfaldlega hent þeim í burtu úr viðkomandi vél...
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Protech Servó

Póstur eftir benedikt »

ég á 4 "super protech" servo, sem ég hef aldrei þorað að nota ;)

þau centeruðu svo ílla, þau áttu að vera 7kg en ég gat snúið þeim! og svo var alltaf skrítið flutter í þeim


veit ekki einsinni hvort ég noti þau í trainer ;)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Protech Servó

Póstur eftir Ingþór »

Ágúst:
Nei það skiptir engu hvort fail-safe sé forritað eða ekki, nákvæmlega sama hegðun.

Ég er búinn að taka myndskeið af þessu:
Svona hagar þetta sér þegar kveikt er á móttakara eftir að búið er að kveikja á sendi
Svona hagar þetta sér þegar kveikt er á móttakara en með slökt á sendi
Vona innilega að ég gleymi ekki að kveikja á fjarstýringunni áður en ég kveiki á módelinu.
Ég er núna búinn að prufa með Futaba S3003 servói og þá er þetta ekki svona, engin svona hegðun.

Finnst ykkur þetta ásættanleg hegðun eða eru þessi servó gölluð, er búinn að prufa tvö af fjórum.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Protech Servó

Póstur eftir Þórir T »

Mér finnst þetta all sem hér hefur komið fram þarfnast alvarlegrar skoðunar...
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Protech Servó

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ertu búinn að prófa servóin með öðrum græjum?? Ég var að fá mér servótester. Þú getur litið við með draslið einhvern tíma og við prófað. Eða bara komast í annan móttakara og sendi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Protech Servó

Póstur eftir Gaui »

Ég myndi setja þetta í kringlóttu geymsluna sem tæmist einu sinni í viku og fá mér almennileg Futaba servó ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Protech Servó

Póstur eftir Gaui K »

Rétt Gaui.
Þú færð ekki Futaba til að nötra þó þú værir með KR.Fjarstýringu! :DD
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Protech Servó

Póstur eftir benedikt »

þarna kom kjarni málssins í ljós, trúabrögð og vani..t.d. að halda alltaf með KR af því þú bjóst einusinni í vesturbænum...

ég er svona mella, held alltaf með liðinu sem er að vinna,

þess vegna nota ég engöngu JR servo .. þau eru alltaf best ;) ( Muhahahaha )
(og hef ekki notað standard servo síðan training days!)

- Benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Svara