Síða 1 af 1

Re: Nákvæmnis lóðning

Póstað: 25. Júl. 2014 02:37:53
eftir helgirunar
Sælir félagar...

Keypti nýlega Spektrum DM9 module sem breytir JR stýringunni minni í 2.4Ghz nema hvað ég náði skuggalega litlu dragi frá fjarstýringu og í vél, bara nokkra metra og nokkra cm ef ég hélt range-test takkanum inni. Eftir að hafa opnað modulið sá ég að loftnetsvírinn hafði hrokkið úr stæðinu sínu og þyrfti ég því að lóða hann aftur í.

Þar sem ég á frekar groddarlegan lóðbolta treysti ég mér ekki alveg í þetta nákvæmnisverk og langar því að kanna hvort þið þekkið nokkuð hver gæti hugsanlega tekið svona verkefni að sér? Ætli hvaða rafmagnsverkstæði sem er gæti tekið þetta að sér?

Mynd

Re: Nákvæmnis lóðning

Póstað: 26. Júl. 2014 12:04:42
eftir maggikri
[quote=helgirunar]Sælir félagar...

Ætli hvaða rafmagnsverkstæði sem er gæti tekið þetta að sér?

[/quote]

Ég myndi halda það! annars hefðu þeir lítið að gera með verkstæðið.
kv
MK