Hin árlega stórskalaflugkoma Einars Páls var haldin í alvöru sumarblíðu á Tungubökkum í dag. Dagurinn byrjaði vel með glampandi sól og hægum vindi en eftir því sem leið á fór að hvessa og vindur stóð þvert á braut svo menn fóru að pakka saman um þrjú leytið. Mikið var flogið og gekk dagurinn að mestu stórslysalaust þá tvær vélar hafi horfið á vit balsaguðanna, einni hlekktist á í lendingu þegar hjólastell læstist ekki og sú fjórða lenti utan brautar þó án skemmda.
Aðstæður til svifflugs voru frábærar í dag, nóg af uppstreymi til að leika sér. Hér má sjá smá bút úr einu rétt rúmlega 17 mínútna flugi sem ég tók á DG-800 og hefði verið hægt að halda enn lengur áfram ef áhugi hefði verið fyrir hendi. Takið eftir vængjavagginu í kringum 3:10, þá missti ég sjónar á vélinni í smá stund... þurfti að blikka augunum.