Truflanir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Truflanir

Póstur eftir Gaui K »

Sælir.

Er að velta því fyrir mér hvernig best sé að prufa fjarstýringuna með tilliti til truflana og drægni.Er rétt munað að það eigi að vera hægt að ganga ca. 50 skref frá módelinu með loftnet niðri og þá eigi allt að vera án truflana og allar hreifingar á servóum að vera hnökralausar?

kv Gaui
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Taka á loft og fljúga nokkra víða hringi. Ef þú nærð henni niður í heilu lagi þá er allt í fína! He-he :D

Nei í alvöru... þetta með loftnetið niðri og fimmtíu skrefin er það sem ég lærði líka og hef aldrei heyrt eða séð annað ráð. Sumir flottu mennirinir í útlöndum segjast láta "verksmiðjuna" yfirfara senditækin sín árlega. Slíkt er væntanlega ópraktískt hér eða hvað?
Veit einhver um einhvern sem hefur tök á að yfirfara svona græjur og prófa???
Hef sjálfur hugsað mér að skipta um loftnet í tveimur eldri móttökurum fyrir flugtíðina. Þau eru búin að verða fyrir hnjaski og hnykkjum og ég get eki hugsað mér að hætta á að vírinn í þeim rofni.
Eitt sem ég lærði í fyrravor er að ALLTAF setja límband yfir til að tryggja kristalinn í móttakaranum. Hann hristist úr þegar ég var að prufukeyra mótor og það var næstum farið illa.

Hvað segið þið radíodellukallar varðandi truflanir á tíðnisviðinu?
Þytur á gamlan skanna er það ekki? Er hann bara tekinn fram þegar eru mót? Er svoleiðis tæki raunverulega gagnlegt?
Eru einhverjir með sína eigin skanna? Getur maður skaffað sér svoleiðis sjálfur fyrir rímilegan pening?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir

Póstur eftir Sverrir »

Ég gleymi alltaf nafniu á radíóverkstæðinu sem hefur yfirfarið stýringar fyrir okkur.
Pétur Hjálmarss man það alla veganna þannig að við verðum að pumpa hann næst þegar við rekumst á hann.

Held að aðalvandamálið við það að senda fjarstýringuna úr landi yrði það að tollurinn myndi reyna að láta þig
borga aftur af henni þegar hún kæmi til baka ;) og svo náttúrulega sendingarkostnaður og e-r smá þóknun.

Þú getur keypt skanna af S.M. Services.
Sjá SM37 og nánar hér en þessi er svipaður og sá sem Þytur á ef minnið svíkur mig ekki.
Þú hefur samt sennilega meiri áhuga á SM48 og nánar hér.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef maður sendir eitthvað til meðferðar úr landi þá er eins gott að tala við tollinn og skrá tækið. Ef um er að ræða tæki sem er i ábyrgð og hætta er á að nýtt verði sent í staðinn þá er úr vöndu að ráða því íslensk tollalög kveða svo á um að að borga skuli full aðflutningsgjöld.

Látið mig vita um þetta með tollinn. Átti í miklum málarekstri út af hörðum tölvudisk sem kom úr "ábyrgðarmeðferð" fyrir nokkrum árum. Það átti að láta mig borga aðflutningsgjöld af því "nýtt kom í stað gamals" sem var eina leiðin því ekki hægt að gera við slíkan hlut´öðru vísi en að skipta alveg um.
Best hefði verið fyrir mig að senda diskinn í (ónýtri) tölvu og láta skipta um í henni.

Málið er nú hjá Eftirlitsstofnun EES Hvorki meira né minna :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir

Póstur eftir Agust »

Baldur Sigurðsson í Hljóðvirkjanum er gamall flugmódelmaður og hefur hann stundum lagfært fjarstýribúnað.

Hljóðvirkinn ehf radíóverkstæði, Sundlaugavegi 12, 105 Reykjavík, 5334003



Þessi regla með 50 skrefin og loftnetið niðri er gulls í gildi. Sjálfsagt er að prófa þannig í byrjun hvers flugdags.

Þegar notað er "venjulegt" PPM viðtæki (stundum kallað FM) fara stýrifletir að flökta þegar merkið er orðið veikt, en þegar notað er PCM viðtæki verður ekki vart við flökt, heldur frekar eins konar stirðleika (stýrifletir svara rétt, en eftir smá hik).

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir

Póstur eftir Sverrir »

Hljóðvirkinn var það, takk Ágúst :D

Björn líst vel á EES reksturinn :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Truflanir

Póstur eftir Gaui K »

Best er að fara á tollpóstinn sem er uppi á höfða og biðja um beiðni um skoðun á vöru sem endursenda á til útlanda.Þá er ekki hætta á að þurfa að borga toll aftur.En ef þú færð nýja fjarstýringu í stað þeirrar sem þú sendir út verður þú einfaldlega að borga tollin af þeirri nýju þannig eru bara lögin,sagðu mér vinur minn og tollari.

Gaui.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gauik]Best er að fara á tollpóstinn sem er uppi á höfða og biðja um beiðni um skoðun á vöru sem endursenda á til útlanda.Þá er ekki hætta á að þurfa að borga toll aftur. En ef þú færð nýja fjarstýringu í stað þeirrar sem þú sendir út verður þú einfaldlega að borga tollin af þeirri nýju þannig eru bara lögin,sagðu mér vinur minn og tollari.

Gaui.[/quote]
Gott og blessað með lög en þau eru ekki alltaf í samræmi við sanngirni og raunveruleikann.
Ef nýtt kemur í stað gamals og þú borgar fyrir nýtt þá er líka eðlilegt að greiða gjöld af því en...
Ef þú hefur keypt vöru og um leið borgað fyrir ábyrgð þá er ekki eðlilegt að hafa af þér þann rétt eða láta þig borga fyrir að nýta þér réttinn ef varan bilar.
Þeim hjá EES fannst ég hafa alveg rétt fyrir mér og þetta væru óeðlilegar viðskiptaþvinganir eða þannig.
Annað dæmi sem varð frægt var veiðistöng sem á var lífstíðarábyrgð sem gekk hreinlega út á að fá nýja í staðinn. Lögfræðingur nokkur gerði blaðamál úr því tilfelli fyrir alllöngu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir

Póstur eftir Sverrir »

Nei, það nær náttúrulega engri átt að borga af hlut sem þú ert að fá út á ábyrgð á gamla hlutnum sem bilaði og þú ert búinn að borga af nú þegar.
Ekki nóg með að það megi kallast óeðlilegar viðskiptaþvinganir ég myndi ganga svo langt að kalla það tvísköttun :(
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir

Póstur eftir Agust »

Ég man eftir dæmi þar sem kunningi minn, radíóamatör, fékk sendan hlut í stað þess sem bilað hafði í nýju dýru talstöðinni sem hann hafði keypt frá Bandaríkjunum. Tollar voru þá háir á þannig vörum. Hann varð að senda út gamla hlutinn til að losna við að greiða aðflutningsgjöld af varahlutnum. Setti hann bilaða hlutinn í kassann sem fór til Bandaríkjanna? Aldeilis ekki. Hann setti hæfilega þunga hraunmola í kassann og lagfærði síðan biluðu græjuna sjálfur. Sjálfsagt hafa þeir orðið hlessa hjá Heathkit þegar þeir fengu hraunsendinguna frá landi elds og ísa ;)

Það er sjálfsagt óhætt að ljóstra þessu upp, enda málið löngu fyrnt. Þetta hefur verið um 1970.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara