Síða 1 af 1

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 31. Jan. 2007 07:41:02
eftir Sverrir
Jæja þá eru stóru stóru strákarnir loksins komnir í slaginn en nú eru Futaba/Robbe komnir með útgáfu af 6EXA stýringunni sem þeir kalla T6EXP.

Í augnablikinu gefa þeir stýringuna bara upp fyrir innivélar, smáfygli(park-fly) og litlar þyrlur en þannig voru nú fyrstu settin af Spektrum stýringunum einnig kynnt þannig að án efa styttist í fjarstýringu fyrir stærri módel.

Sendirinn og móttakarinn byggja á því að skipta í sífellu milli tíðna, nokkrum sinnum á sekúndu og koma þannig í veg fyrir að truflanir á einni tíðni hafi áhrif á sendingu fjarstýriboða.

Robbe virðist vera í smá skipulagsbreytingum á vefnum sínum þannig að ef tengilinn virkar ekki prófið þá að leita að 1-F4068.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 31. Jan. 2007 10:06:46
eftir Agust
Ég held að menn ættu að skoða hug sinn vel áður en fjárfest er í þessum búnaði. Bíða þar til fréttist hefur af því hvernig 2,4 GHz fjarstýringar reynast í raun.

Hver er langdrægnin? Nægilegt fyrir flugmódel? Þetta virkar örugglega vel þegar fjarstýrðum bílum er stjórnað, eða jafnvel litlum frauðplast módelum (park flyer) sem aldrei eru langt frá sendinum.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 1. Feb. 2007 12:46:02
eftir Gaui
Það var nebbnilega spurningin -- hvað drífur þetta langt? Er tilviljun að þetta er auglýst fyrir bíla og einangrunarplötur?

Þarf ekki eitthvert apparat með einræðisherra á ríkisjötunni að stimpla heimild áður en við megum flytja svona dót inn?

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 1. Feb. 2007 12:58:47
eftir Sverrir
Ef tækið er CE merkt þá á allt að vera í góðu svo lengi sem viðkomandi tíðni sé leyfð fyrir tiltekna notkun eða sé á opnu tíðnisviði.

Ef þið skoðið Spektrum fréttina þá er þar tengill yfir á DX7 sem er önnur línan frá Spektrum og er hugsuð fyrir flugmódel af öllum stærðum og gerðum þannig að án efa er ekki langt í að bíða þess að stærri framleiðendur komi með eitthvern mótleik.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 19. Feb. 2007 11:51:00
eftir Sverrir
Vefsíða kominn upp http://2.4gigahertz.com/ Ameríkumegin.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 19. Feb. 2007 14:25:51
eftir Agust
Ég hef stundum bent á að ég hef haft smá áhyggjur af drægni senda á 2,4 GHz miðað við senda á t.d. 35 MHz, miðað við sama sendiafl (100 mW)..

Ástæðan er sú að deyfing radíóhlekkja vex með hækkandi tíðni. Formúlan til að reikna út deyfingu (free space loss) er svona:

L=92,45 + 20log f + 20log d þar sem L=loss, f=tíðni í GHz og d=vegalengd í km

Af formúlunni sést að að það verður sama deyfing hvort sem tíðnin er tvölduð eða vegalengdin er tvöfölduð.

Þessi deyfing við tvöföldun fylgir í báðum tilvikum 20 sinnum logaritmanum. Það þýðir að tvöföldun í tíðni eða tvöföldun í vegalengd valda 6 db deyfingu.

Þegar farið er frá 35 Mhz upp í 2,4 GHz þarf um 6 tvöfaldanir í tíðni. (35-70-140-280-560-1020-2040). Því ætti deyfingin að vera um 36 db meiri fyrir ákveðna vegalengd á 2,4 GHz en 35 MHz, miðað við sambærileg loftnet og sendiafl. (Mér finnst þetta ótrúlega mikill munur. Vonandi er ég ekki að gera neina vitleysu).

Á móti kemur að loftnetið hjá okkur er hlutfallslega (miðað við öldulengd) heldur styttra á 35 MHz en 2,4 GHz. Á 2,4 GHz er auðveldara að búa til góð loftnet, en þau eru stefnuvirk, sem hentar okkur ekki.

Þessi atriði varðandi "free space loss" eða "free space attenuation" finnst mér vanta í umræðuna um þessar nýju græjur. Ég mundi ekki þora að kaupa svona búnað fyrr en ég hef þessi atriði á hreinu.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 19. Feb. 2007 14:56:31
eftir Sverrir
Ég held að það eigi vel við í þessu eins og fleiru að leyfa fyrstu kynslóðinni að koma á markað og sjá hvaða reynsla kemur af henni.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 20. Feb. 2007 13:30:51
eftir kip
Hver elskar ekki tækniþróun, merkilegt að eitthvað skuli samt þróast tæknilega án þess að það skuli vera til staðar heimsstyrjöld. Máski Bush-bröltið ýti undir eitthvað, frekar ólíklegt. En þetta með að við séum að fara nota 2.4gígarið í stað 35 megariða finnst mér dálítið stórt hopp og eftir smá vangaveltur með vinnufélaga mínum komumst við að smá conclusion

Praktíski munurinn á 2,4GHz og 35MHz er sem dæmi:

35MHz lofnet ætti að vera milli 5 og 7 metrar á lengd, en þar sem stöngin er ekki nema um metri á lengd er nýting loftnetsins hverfandi, örugglega undir -3dbi.

2,4GHz loftnet ætti að vera um 6cm á lengd og þar af leiðandi ætti að vera auðvelt að koma „collinear“ loftneti á fjarstýringuna en lengdin gæti samt verið undir 50cm á lengd. 6cm loftnetið er með góða nýtingu, betri en 3dbi. Að auki nota flestir framleiðendur „Diversity“ móttöku sem tryggir að það loftnet/viðtæki sem skilar betri hlustun er notað í hvert skipti.

Þróun og bygging UHF og SHF senda hefur undanfarið skilað mikilli næmni og nákvæmni. „Spread Spectrum“ tækni er að minnka mjög áhrif truflana og þegar „pseudo random“ tækni er notuð er hægt að vinna undir venjulegum suðmörkum. Mótunaraðferðir hafa þróast svo að gæði samskiptanna hafa batnað til að vinna upp á móti meiri deyfingu í gegnum loftið. Spread Spectrum kóðunin tryggir jafnframt að árekstrar margra fjarstýringa verða hverfandi.

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 20. Feb. 2007 13:47:26
eftir Ingþór
hmm, ég sem var að láta mér detta í huga að stýra bara gegnum GSM data link

Re: 31.01.2007 - Futaba með 2.4 GHz fjarstýringu

Póstað: 21. Feb. 2007 00:13:48
eftir Björn G Leifsson
[quote=Ingþór]hmm, ég sem var að láta mér detta í huga að stýra bara gegnum GSM data link[/quote]
Mig grunar nú að þið Eiki séuð byrjaðir að prófa þá tækni:

Mynd