Síða 1 af 4

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 18:02:59
eftir Messarinn
Sælir smá vangaveltur hjá mér .

Það kom til mín gamall maður um áttrætt í vinnuna þar sem hann er vanur að rölta hér um Slippin á Akureyri
(veit ekki hvað hann heitir enn Slippararnir hérna kalla hann “moli” af því að hann gaukar að mönnum brjóstsykri)
Hann kom auga á Spitfire módelið sem ég er að setja saman hérna og sagði mér frá Spitfire flugvél sem krassaði í
Vestmanneyjum þegar hann var polli 1943 og lýsti hann því þannig að það hafi allt í einu kviknað í henni og flugmaðurinn
Stokkið út í fallhlíf og vélin hafi krassað í fjallshlíð í Vestmannaeyjum. Það varð síðan flugmanninum til happs að
Trillukarl dró hann í fallhlífinni um borð hálf drukknaðan eins og þorsk.
En “Moli” og aðrir peyjar fóru að flakinu og náðu einni byssunni og stilltu henni upp og settu spotta í gikkinn
og hleyptu af, en hún var ekki nógu föst svo hún fór að skjóta í allar áttir og áttu þeir því fótum sínum fjörið að launa.
Af lýsingunni að dæma þá áttu skotin að vera á stærð við lófan + puttar (20mm skot í hendi fullorðins manns allavega)
Svo sagði hann að Spitfire vélin hafi komið frá Kaldaðarnesi.

Spurninginn er:
Vélbyssurnar á Spitfire höfðu engan “gikk” heldur var hleypt af þeim með rafmagni og 20mm skot
gat verið 7mm riffilkúla í hendinni á unglingspilti,

Voru Spitfire flugvélar hérna á Íslandi í stríðinu og á kaldaðarnesi?

Flugstöðin í kaldaðarnesi var lokað í 30 nov 1943 og síðasta flugvélin sem flaug þaðan var Swordfish
Mest var þar af tveggja hreyfla Lockheed A-28 Hudson sprengjuvélum

Á þessari síðu eru fullt af myndum frá kaldaðarnesi http://www.oca.269squadron.btinternet.co.uk/index.htm

Mynd
Hudson vél að lenda á kaldaðarnesi

veit einhver meira um þetta krass í vestmanneyjum?

Kveðjur :O

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 19:44:05
eftir Sverrir
Hef heyrt um Hurricane hér á stríðsárunum en ekki Spitfire svo það gæti verið gaman að reyna að grafa meira upp.

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 19:50:05
eftir Björn G Leifsson
Í 60 ára gamalli minningu aldraðs manns þarf ekki að vera svo mikill munur á Spitfire annars vegar og Hurricane eða jafnvel Fairey Battle til dæmis. Allar álíka rennilegar, með feluflekkjum og bláum og rauðum hringlaga merkjum.

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 19:50:34
eftir Messarinn
Hæ Sverrir
já ég er búinn að googla mig vitlausan og finn ekki neitt ennþá.
:rolleyes: :rolleyes:

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 19:54:08
eftir Messarinn
[quote=Björn G Leifsson]Í 60 ára gamalli minningu aldraðs manns þarf ekki að vera svo mikill munur á Spitfire annars vegar og Hurricane eða jafnvel Fairey Battle til dæmis. Allar álíka rennilegar, með feluflekkjum og bláum og rauðum hringlaga merkjum.[/quote]
Sæll
Jú jú minnið hrakar eða minningin breitist með árunum
enn hann nefndi bara að einn maður hafi stokkið út úr flugvélinni þannig að þetta gæti hafa verið Hurricane
svo skutu þeir úr byssum flugvélarinnar þannig að Fairey battle kemur til greina

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 19:55:10
eftir Björn G Leifsson
Svo tók ég eftir því á myndinni af lendandi Hudsoninum að það sitja þarna ensk Tiger Moth og amerísk Airacobra þarna á rampinum. Athyglisvert í meira lagi.

Viðbót:
Og þó... ætli hún sé ekki að taka á loft frekar en að lenda?... heillandi mynd. Ég er búinn að sitja hérna drykklanga stund og lifa mig inn í hana. Þetta er væntanlega Ingólfsfjallið þarna í baksýn.

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 20:06:26
eftir Messarinn
[quote=Björn G Leifsson]Svo tók ég eftir því á myndinni af lendandi Hudsoninum að það sitja þarna ensk Tiger Moth og amerísk Airacobra þarna á rampinum. Athyglisvert í meira lagi.

Viðbót:
Og þó... ætli hún sé ekki að taka á loft frekar en að lenda?... heillandi mynd. Ég er búinn að sitja hérna drykklanga stund og lifa mig inn í hana. Þetta er væntanlega Ingólfsfjallið þarna í baksýn.[/quote]
Já ég held það og flugtak sýnist mér því flapsarnir eru uppi greinilega
hérna er svo slóð sem lýsir aðgerðum 1943 frá kaldaðarnesi

http://www.oca.269squadron.btinternet.c ... y/1943.htm

:)

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 20:08:49
eftir Björn G Leifsson
Saga sem ég heyrði einu sinni.....

Það voru einhverjir sveitakallar sem fundu flugvélarflak og í því stóra fína hríðskotabyssu. Þeir voru eitthvað virðiðnir stórgripaslátrun og hólkurinn virkaði svo það var ákveðið að nota hana til að lóga nautum. Byssan var fest upp á stand fyrir framan dauðabásinn, skotbelti úr flugvélinni hlaðið í, fyrsta nautið skotið,, svo annað,,, og það þriðja og þetta gekk svona glimrandi fínt í nokkur skipti þar til allt í einu eitt nautið ekki féll heldur rumdi þungt og reykjarmekkir stóðu út úr vitum og eyrum þess áður en augun sprungu út og það loksins féll....
Kallarnir höfðu sem sagt feilað á því að með reglulegu millibili var skotabeltið hlaðið með reyk- og blyskúlu eða "tracer" sem hjálpaði skyttunni að beina hinum banvæna kúlnastraumi að óvininum.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það...

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 20:29:50
eftir Messarinn
He He
eina leiðin til að þekkja í sundur skotfærin var að mismunandi litur var settur á þau,
ekki nema von að slátrarnir klikkuðu á því :)

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstað: 31. Jan. 2007 21:45:49
eftir Árni H
[quote=Björn G Leifsson]... og það þriðja og þetta gekk svona glimrandi fínt í nokkur skipti þar til allt í einu eitt nautið ekki féll heldur rumdi þungt og reykjarmekkir stóðu út úr vitum og eyrum þess áður en augun sprungu út og það loksins féll....[/quote]
:lol: :lol: :lol: :lol: :lol: