Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943
Póstað: 31. Jan. 2007 18:02:59
Sælir smá vangaveltur hjá mér .
Það kom til mín gamall maður um áttrætt í vinnuna þar sem hann er vanur að rölta hér um Slippin á Akureyri
(veit ekki hvað hann heitir enn Slippararnir hérna kalla hann “moli” af því að hann gaukar að mönnum brjóstsykri)
Hann kom auga á Spitfire módelið sem ég er að setja saman hérna og sagði mér frá Spitfire flugvél sem krassaði í
Vestmanneyjum þegar hann var polli 1943 og lýsti hann því þannig að það hafi allt í einu kviknað í henni og flugmaðurinn
Stokkið út í fallhlíf og vélin hafi krassað í fjallshlíð í Vestmannaeyjum. Það varð síðan flugmanninum til happs að
Trillukarl dró hann í fallhlífinni um borð hálf drukknaðan eins og þorsk.
En “Moli” og aðrir peyjar fóru að flakinu og náðu einni byssunni og stilltu henni upp og settu spotta í gikkinn
og hleyptu af, en hún var ekki nógu föst svo hún fór að skjóta í allar áttir og áttu þeir því fótum sínum fjörið að launa.
Af lýsingunni að dæma þá áttu skotin að vera á stærð við lófan + puttar (20mm skot í hendi fullorðins manns allavega)
Svo sagði hann að Spitfire vélin hafi komið frá Kaldaðarnesi.
Spurninginn er:
Vélbyssurnar á Spitfire höfðu engan “gikk” heldur var hleypt af þeim með rafmagni og 20mm skot
gat verið 7mm riffilkúla í hendinni á unglingspilti,
Voru Spitfire flugvélar hérna á Íslandi í stríðinu og á kaldaðarnesi?
Flugstöðin í kaldaðarnesi var lokað í 30 nov 1943 og síðasta flugvélin sem flaug þaðan var Swordfish
Mest var þar af tveggja hreyfla Lockheed A-28 Hudson sprengjuvélum
Á þessari síðu eru fullt af myndum frá kaldaðarnesi http://www.oca.269squadron.btinternet.co.uk/index.htm

Hudson vél að lenda á kaldaðarnesi
veit einhver meira um þetta krass í vestmanneyjum?
Kveðjur :O
Það kom til mín gamall maður um áttrætt í vinnuna þar sem hann er vanur að rölta hér um Slippin á Akureyri
(veit ekki hvað hann heitir enn Slippararnir hérna kalla hann “moli” af því að hann gaukar að mönnum brjóstsykri)
Hann kom auga á Spitfire módelið sem ég er að setja saman hérna og sagði mér frá Spitfire flugvél sem krassaði í
Vestmanneyjum þegar hann var polli 1943 og lýsti hann því þannig að það hafi allt í einu kviknað í henni og flugmaðurinn
Stokkið út í fallhlíf og vélin hafi krassað í fjallshlíð í Vestmannaeyjum. Það varð síðan flugmanninum til happs að
Trillukarl dró hann í fallhlífinni um borð hálf drukknaðan eins og þorsk.
En “Moli” og aðrir peyjar fóru að flakinu og náðu einni byssunni og stilltu henni upp og settu spotta í gikkinn
og hleyptu af, en hún var ekki nógu föst svo hún fór að skjóta í allar áttir og áttu þeir því fótum sínum fjörið að launa.
Af lýsingunni að dæma þá áttu skotin að vera á stærð við lófan + puttar (20mm skot í hendi fullorðins manns allavega)
Svo sagði hann að Spitfire vélin hafi komið frá Kaldaðarnesi.
Spurninginn er:
Vélbyssurnar á Spitfire höfðu engan “gikk” heldur var hleypt af þeim með rafmagni og 20mm skot
gat verið 7mm riffilkúla í hendinni á unglingspilti,
Voru Spitfire flugvélar hérna á Íslandi í stríðinu og á kaldaðarnesi?
Flugstöðin í kaldaðarnesi var lokað í 30 nov 1943 og síðasta flugvélin sem flaug þaðan var Swordfish
Mest var þar af tveggja hreyfla Lockheed A-28 Hudson sprengjuvélum
Á þessari síðu eru fullt af myndum frá kaldaðarnesi http://www.oca.269squadron.btinternet.co.uk/index.htm

Hudson vél að lenda á kaldaðarnesi
veit einhver meira um þetta krass í vestmanneyjum?
Kveðjur :O