Síða 1 af 1
Re: Neptune balance point
Póstað: 8. Nóv. 2014 19:14:50
eftir Haraldur
Hæ.
Það er ekki gefinn upp balance punktur á Neptune innivélinni sem ég var að smíða.
Hver er þumalputtareglan varaðandi punktinn?
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =1&theater
Re: Neptune balance point
Póstað: 8. Nóv. 2014 19:33:47
eftir Elson
Ég prófaði mig bara áfram, setti bara rönd af velcro þannig að ég gat fært batteríið til. Ætli þetta hafi ekki endað ca 2/5 -1/3 frá frambrún (er ekki með vélina hjá mér) hér sést hvar ég er með batteríið staðsett
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=8674
Re: Neptune balance point
Póstað: 8. Nóv. 2014 19:55:11
eftir maggikri
Meðalreglan er 1/3 frá leading edge. Til dæmis ef vængur er 12 cm, þá er balance punkturinn 4 cm.
kv
MK
Re: Neptune balance point
Póstað: 9. Nóv. 2014 02:08:29
eftir lulli
.... og sé hún rétt í balance, hönnun, og smíð, þá ætti hún að vera sem næst því eins flogin með hálfri gjöf á hvolfi eða rétt skv. vísindunum
Re: Neptune balance point
Póstað: 9. Nóv. 2014 09:27:30
eftir Gaui
Þetta er all miklu flóknara þegar vængurinn er ekki beinn út frá skrokknum. Þú þarft að finna Mean Aerodynamic Chord, eða meðal loftaflsbreidd vængsins. ÞAR er hægt að fara 25 til 30% inn á vænginn til að sjá hvort módelið vegur salt rétt (balgvaníserar).
Hér er smá grein sem ég þýddi um akkúrat þetta mál:
http://www.flugmodel.is/?page_id=1778
Og hér er reiknivél þar sem hægt er að skella inn öllum hugsanlegum málum og fá út það sem þig vantar:
http://adamone.rchomepage.com/cg_calc.htm
Annars er undarlegt að framleiðendur módelsins skuli ekki tilgreina staðsetningu C/G á svona flóknum væng.
Re: Neptune balance point
Póstað: 9. Nóv. 2014 12:29:13
eftir Haraldur
[quote=Gaui]
Annars er undarlegt að framleiðendur módelsins skuli ekki tilgreina staðsetningu C/G á svona flóknum væng.
[/quote]
Já það fannst mér líka. Ég leitaði og leitaði í leiðbeiningunum að G-blettinum og fann ekki.
Re: Neptune balance point
Póstað: 9. Nóv. 2014 14:18:07
eftir Björn G Leifsson
Verðurðu ekki bara að líta á svipaðar vélar, líkja eftir þeim og gera svo tilraunir?
Re: Neptune balance point
Póstað: 9. Nóv. 2014 21:46:52
eftir Haraldur
G bletturinn fannst í kvöld og var hann eins og Maggi sagði 1/3 frá leading edge.