Síða 1 af 1

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 9. Nóv. 2014 16:37:47
eftir Pétur Júlíus
Hefur einhver reynslu af smíði þessarar vélar frá SIG? Er hún ekki kjörin sem fyrsta smíði?

http://www.sigmfg.com/IndexText/SIGRC38.html

Mynd

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 9. Nóv. 2014 21:25:26
eftir Ágúst Borgþórsson
Þessi er ekki birjenda væn, hvorki til að smíða né til að fljúga.Ég fyrir mitt leiti mæli frekar með
SIG Kadet LT-40 Kit

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 10. Nóv. 2014 18:40:25
eftir Steinþór
Sammála

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 11. Nóv. 2014 08:48:35
eftir Gaui
Ef þú hefur ekkert smíðað, þá getum við hér fyrir norðan mælt með þessari:

http://www.slecuk.com/sky-40-c2x14085608

Við höfum smíðað nokkrar, það eru til íslenskar leiðbeiningar og það má finna smíðamyndir af henni á YouTube:



:cool:

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 11. Nóv. 2014 20:50:43
eftir Flugvelapabbi
Sælir felagar,
Eg hef smiðað nokkrar af skala modelum fra SIG, þessi ml eru vel hönnuð til smiða lega við Smith Miniplane lika,en hun er ekki byrjenda l flugs.
Eg er með Kadet 40 fra SIG hann er mjög þægur og hrekklaus til flugs. ef þu ert að hugsa þer að læra að fljuga þa skalt þu kaupa þer Kdet LT40 fra SIG og smiða Smith Miniplan, er er viss um að þu færð mest ut ur þvi, flugmodelsportið er fullt af skemmtilegum hlutum.
Kv
Einar Pall 8977676

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 12. Nóv. 2014 14:02:22
eftir Pétur Júlíus
Takk fyrir svörin!

Ég hef sett saman slatta af ARF vélum og smíðað eina vél án teikninga, sem ég á þó enn eftir að frumfljúga. Mig langar til að smíða vél eftir teikningum og hef séð umsagnir um Smith-miniplane frá SIG en oft er sagt að hún sé góð þriðjasmíði. Teikningarnar eiga einnig að vera sérlega góðar skv. umsögnum. Kannski er maður að ofmetnast en þegar maður sér þessa smíðaþræði að norðan þá klæjar mann í puttana.

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 12. Nóv. 2014 22:29:03
eftir Agust
Ættir þú ekki bara að smíða þá vél sem þig langar að smíða. Það held ég. Njóta þess í vetur. ARFar og frauð henta síðan vel til að æfa sig í að fljúga.

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 13. Nóv. 2014 08:57:53
eftir Gaui
SIG eru frægir fyrir að vera með frábær smíðakit og stórkostlegar leiðbeiningar. Ég hef smíðað módel frá þeim og þau smellpassa yfirleitt. Fyrst þú hefur sett saman módel og ert búinn að læra að fljúga, þá myndi ég, eins og Ágúst, mæla með að þú smíðir það sem þig langar til að smíða. Þannig er líklegra að þú verðir ánægður með það sem þú gerir.

Áfram Pétur og ekki hika við að spyrja ef einhver vandamál koma upp.

Svo væri gaman að fá nákvæman smíðaþráð með myndum frá þér þegar þú byrjar.

:cool:

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 17. Nóv. 2014 20:25:15
eftir Birgir Edwald
Sæll Pétur

Ég er nýr á þessum slóðum en er félagi í flugmódelklúbbnum Smástund.

Eftir u.þ.b. 40 ára hlé pantaði ég mér kit í desmeber 2012. Ég valdi Sig Hog Bibe og kláraði að smíða það fyrir vorið 2013. Ég ákvað reyndar að lokinni smíðinni að endursmíða gamla módelið mitt frá 1973 og æfa mig svolítið á því. Það er háþekja. Ég ákvað reyndar líka að smíða Mini Jazz til að æfa mig á lágþekju áður en ég legg í tvíþekjuna. Ég er enn í þeim fasa að æfa mig á Mini Jazzinum en vonandi þori ég að frumfljúga tvíþekjunni næsta sumar.

Endilega smíðaðu það sem þig langar mest að smíða og gefðu þér góðan tíma. Ég hafði ekki síður gaman af að smíða kittið en að fljúga. Sig Hog Bipe kittið var mjög fínt með góðum leiðbeiningum. Ég hélt saman smíðaloggi sem þú getur lesið á vefnum http://flugmodel.weebly.com/smiacuteethin3.html.

Þar er líka ýmislegt um hin módelin mín en ekki allt jafn gáfulegt

Kveðja,
Birgir

Re: SIG Smith Miniplane

Póstað: 17. Nóv. 2014 22:34:40
eftir Pétur Júlíus
Ég er sammála ykkur, Gaui og Birgir, um að smíða það sem mann langar til að smíða. Ætli ég panti mér ekki Miniplane þegar ég hef lokið smíði á þessari:

Mynd

Fann einnig gamlan frauðvæng inni í hlöðu og frauð, ætti að duga í eina heimasmíðaða:

Mynd

Það verður nóg að gera í vetur eftir jólaprófin.