Síða 1 af 1

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 23. Nóv. 2014 11:21:39
eftir Sverrir
Nýtt DS hraðamet, 813 km/klst sem Bruce Tebo flaug í Weldon (Kaliforníu) með Kinetic 130.


Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 23. Nóv. 2014 14:33:31
eftir Gaui
Það er kannski gaman að fylgjast með þessu á staðnum, en þetta er eitthvert al-versta sjónvarpsefni sem hugsast getur -- næst á eftir 3D!

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 24. Nóv. 2014 17:14:02
eftir gudjonh
Rosalega sammála, að mestu. Hefði kanski verið betra ef myndatökumaðurinn hefði ekki verði svona skjálfhentur, en 3 D er leiðinlegra!

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 25. Nóv. 2014 09:39:55
eftir Árni H
Hvaðahvaða - ég horfði á þetta af athygli (alveg þangað til mér varð óglatt...) :D

Þetta svifflug hérna er aðeins meira róandi fyrir þá sem eru viðkvæmir í maga:

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 25. Nóv. 2014 17:01:35
eftir Örn Ingólfsson
Ég er svo fullkomlega sammála.
Að horfa á flugvél í 3D er bara ekkert spennandi, aldrei neitt nýtt eða fjölbreytt.
Miklu skemmtilegar að horfa á hægfara Piper eða Cessna í svæfandi pönnuköku flugi...Það er töff.

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 25. Nóv. 2014 22:09:43
eftir Gaui
[quote=Örn Ingólfsson]Miklu skemmtilegar að horfa á hægfara Piper eða Cessna í svæfandi pönnuköku flugi...Það er töff.[/quote]

Ég er ánægður að þú skulir vera farinn að sjá ljósið, Örn minn.

;)

:cool:

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 25. Nóv. 2014 22:34:48
eftir lulli
Guðjónar, það er nú fínt að þið séuð búnir að finna ykkar hillu í flugmódelsportinu , en að alhæfa eitt eða annað leiðinlegt eða versta án fyrirvarans ,,mér þykir"
er nú að mínu mati fyrir neðan ykkar virðingu.

Svo reyndi nú Sverrir líka að vara ykkur við áhorfs-efninu með því að hafa fyrirsögnina skýra! - Já eitthvað á áttahundruð fer hratt framhjá myndavélinni.

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 26. Nóv. 2014 08:25:31
eftir Árni H
Mynd

Re: Dynamic soaring 505 mph

Póstað: 26. Nóv. 2014 14:30:54
eftir gudjonh
Ég bara mátti til. Þetta er allt gaman! Svifflug vídeóið! Er gaman að horfa á málningu þorna??

En, er einhver sem veit hvernig Þeyr mæla hraðann? Eitthvað sem væri hægt að nota í f3f, þar sem heimsmetið í dag er öðru voru megin við 25 sekúndurnar?
Kveðja úr danaveldi.

Guðjón