Síða 1 af 2

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 3. Feb. 2007 23:28:55
eftir kip
Ég á 4ra sellu 4.8V 3000mah battery.
Ég er að setja Onboard Glow og strobe lights í Dc-3

1. Onboard glowið þarf 2cellur af 2.4V afþví ég er með 2 mótora., þannig að ég býst við því að ég megi taka 4.8 4ra sellu batterypackið í tvennt og hliðtengja 2 og 2 2.4V sellur ?

2. Stóra spurningin, má ég svo raðtengja cellurnar með annari leiðslu til að fá aftur 4.8V til að nota fyrir Móttakarann eða fer þá allt í steik, verð ég að hafa sér batterypack fyrir móttakara?
Ath. þetta 3000mah battery sem ég ætla í onboardglowið er blýþungt og það væri fínt ef ég slyppi við að bæta öðru batterypacki í vélina.

3. Má ég svo tengja strobe lights dæmið líka inn á batterypackið? :)

4. Á þessu 3000mah 4.8V 4ra sellu batterypacki stendur að hlaða þurfi það í 14 tíma á 300ma. Ég á bara 70ma hleðslutæi sem fylgdi Futuba TX.
Má ég þá gera 300/70*14=60 (4200ma) semsagt hlaða 60 stundir með þessu litla Hleðslutæki? Fer það nokkuð í steik? Ég er þegar byrjaður að hlaða og samkv. þessum útreikningum þarf ég að hlaða fram á hádegi á þriðjudag :D

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 3. Feb. 2007 23:42:16
eftir benedikt
1. þú ert væntanlega með 4.8v, 4x 1.2v cellur. held að þú ættir bara að raðtengja 2x cellur til að fá 2.4v. Ég er almennt ekkert mikið fyirir að hliðtengja nema vera með einhverskonar balancing rás. En ég svosem þekki ekki hvað menn eru að gera í þessu.

2. ég held að ég myndi ekki blanda þessu saman, þ.e. RX pakki og svo glow pakki. En ef þú villt fá 2.4v og 4.8v út úr einum 4.8 pakka, þá getur þú "tappað" út 2.4v á milli tveggja sella. þ.e. 1---cella---2---cella---3----cella---4----cella---5
ef númerin eru tengipunkar, t.d. 1 og 5 væru þá útgangar úr pakkanum, þá færðu 2.4v t.d. á milli 1 og 3, 2 og 4.. en gallin er auðvitað sá að þá afhleður þú pakkan ójafnt.

3. ? ekki græna ;)

4. uss.. nú mæli ég með að uppfæra hleðslutækið ;)

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 3. Feb. 2007 23:51:15
eftir Ingþór
mig grunar að það sé kominn tími á að þú fáir þér alvöru hleðslutæki, töff hleðslutæki hafa háann dótastul, og það þarf ekki að líma það saman.

hvað þarf strobeið mörg volt?

annars held ég að þetta gangi upp hjá þér, nema hvað að það verður náttulega tölvuert meira álag á cellu 1 og 2 en 3 og 4.... ég myndi hiklaust setja upp sér rafkerfi fyrir onboard glowð, því ég þyrði ekki að hætta á að móttakara dótið fari í vesen.

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 3. Feb. 2007 23:51:35
eftir kip
Ég sé ekki alveg rökin þarna fyrir að hliðtengja ekki.

Hvað segir Ágúst stórgrúskari við þessu spurningum.

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 4. Feb. 2007 01:27:42
eftir einarak
Þú getur sett viðnám á plúsinn út í onboardið, þá geturu náð því úr 4.8v niður í hvað sem þú vilt (í þessu tilfelli 2.4). Þá afhleðuru allar sellur jafnt og notar lágmarkst straum. Annars held ég að batteri endingin geti ekki verið mikil með svona onboard glow, sérstaklega með tilliti til þess að þú ert basically að tengja beint plús við mínus (einsog ég skil þetta system). Og það eyðir miklu rafnmagni. Þannig að stand alone rafkerfi fyrir onboard er eflaust betri kostur.
Með strobeljósin getur farið eins að, þ.e. sett bara viðnám til að fá spennuna niður í það sem þú þarft. (2-3v væntanlega ef þú ert með led ljós). En passaðu þig á að hafa lagnirnar út í þau fjarri öllum stjórntækjum, annars færðu parkisons í alla stýrifleti (been there, done that).
Svo mundi ég fá mér nýtt hleðslutæki. ég keypti robbe unicharger á einhvern skitinn 3 kall og hann er klikkaður... hleður allt frá 2v uppí 12v (nicd, nimh, lead acid), og frá 50-1200mah.

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 4. Feb. 2007 01:44:31
eftir kip
Einar takk fyrir þetta!

Supply current fyrir onboardið er 5ma off og 50ma on approx. Það þýðir líklega að straumurinn er 50mb þegar straumur er á kertunum en 5ma alltaf til að hlusta á sendingar úr rx þannig að þetta er engin óskaplega rafmagnseyðsla.

En ég er í klípu.

Ég vil nota 3000mah 4.8 4cell packið fyrir Onboard glow stjórntækið, strobeligths stjórntækið, og kertin.
Leiðbeiningarnar segja:
- Strobe lights supply Voltage: 2.5-5.5 volt
- Onboard glow supply Voltage: 4-10 volt
- Kertin þurfa 2.4volt (afþví þau eru tvö raðtengd)

Hvaða spennu er nú best að viðnáma niður í sem dugar fyrir þetta þrennt og skemmir ekki neytt? Get ég ekki sloppið þannig?

Ég held að það stefni í að ég fari með dótið allt suðrí Grísará og láti Gauja segja mér til, ég er orðinn hræddur um að ég steiki þetta allt annars...

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 4. Feb. 2007 19:03:13
eftir Þórir T
hvað sem þú gerir, þá hefur þú amk sér rafhlöðu fyrir móttakarann, plís..... :-)

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 4. Feb. 2007 19:12:47
eftir kip
Já ég geri það. Ég var að frétta að ég má ekki nota meira 1,5V á kertin...
Spurning hvort ég megi þá hliðtengja sellurnar til að fá hellinga af straumi á 1.2 voltum

Mynd

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 5. Feb. 2007 21:57:08
eftir benedikt
já..

með hliðtenginguna, þá hafa nokkuð margar rispur verið teknar á þessu, t.d. á f4x4.is þar sem jeppamenn deila um hliðtengingu á 12v geymum.

Það er allavega mikilvægt að batteríin séu eins, þ.e. bæði í rýmd og spennu. Einnig helst að þessi batterí séu svona á sama stað í lífinu. En batterí hafa jú mismunandi innra viðnám. Því afhlaðast þau mismunandi. Svo held að aðalreglan sé að hafa batterí sem hliðtengja á, eins eins og hægt er ;)

Re: 4 Fyrirspurnir um batterý

Póstað: 6. Feb. 2007 01:17:00
eftir Sverrir
Þú þarft alla veganna að raðtengja 2 sellur til að nota þetta á báða mótoranna. :)

Til gamans má birta hér eldri mynd úr annari fjölhreyfla vél.
Mynd