Ég tók eftir að mótorinn sem fylgir Phoenix 1600 er óttalega aflítill og verður strax sjóðandi heitur. Ég skipti honum út áðan. Það er greinilegt að nýi mótorinn er mun aflmeiri með sama spaða og áður, og hitnar lítið sem ekkert.
Það er eitthvað misjafnt hvaða mótor kemur með Phoenix. Sumir eru heppnari en aðrir
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _PNF_.html
Þetta er nýi mótorinn:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... ouse_.html
Nýi mótorinn og sá gamli.
Skrokkur módelsins er úr mjúku plasti sem líkist næloni. Þrælsterkt, en ekki hægt að líma það með góðu móti.
Mótornum er fest með ein konar samloku þar sem annar helmingurinn er fyrir aftann eldvegginn og hinn fyrir framan.
Það er nánast útilokað að koma þessu öllu fyrir með því að nota puttana eina. Ég setti því tvo snittteina í mótorinn og þræddi aftari helminginn og mótorinn í gegn um eldvegginn innanfrá, og skrúfaði síðan fremri helminginn utanfrá með tveim skrúfum fyrst meðan snittteinarnir voru á sínum stað, og síðan hinar tvær þegar snittteinarnir voru farnir. Þetta var leikur einn.
Tvö snittuðu götin á mótornum pössuðu, en hin tvö götin voru of innarlega. Þess vegna þarf að stækka tvö gatanna í eldveggnum og samlokunni aðeins. Notaði 3mm bor og þjöl.
Umbúðirnar sem fylgdu mótornum. Þessi mótor virðist vandaður og fylgir fjöldinn allur af smáhlutum með honum. Turnigy 2217 16turn 1050kv 23A Outrunner.
Fremsti hluti samlokunnar er einnig eins konar samloka, þ.e. úr krossvið sem límdur er á málm.
Mótorinn kominn á sinn stað.
Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Re: Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Ég notaði tækifærið og virkjaði hemilinn í hraðastýringunni sem fylgdi Phoenix 1600. Væntanlega er sams konar í Phoenix 2000. Þessu er lýst í myndbandinu.
Tilgangurinn er að láta spaðann stöðvast og leggjast aftur með skrokknum þegar mótorinn er stöðvaður með "bensíngjöfinni". Spaðinn á ekki að fríhjóla.
Tilgangurinn er að láta spaðann stöðvast og leggjast aftur með skrokknum þegar mótorinn er stöðvaður með "bensíngjöfinni". Spaðinn á ekki að fríhjóla.
Re: Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Munurinn á Phoenix 1600 og 2000 er aðeins stærðarmunur á væng. Hægt er að eiga tvennskonar vængi og nota einn skrokk. Líklega fást þó ekki vængirnir stakir...
Re: Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Nokkur videó:
Re: Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Tvær myndir af mótornum sem ég tók úr þar sem hann snarhitnaði á nokkrum sekúndum og var kraftlítill. Sjálfsagt hefur stór hluti orkunnar frá rafhlöðunni farið í hita og nýtnin því verið mjög léleg.
Þessi gerð af outrunner kallast "bell type". Sjá:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _Type.html
Ég tók eftir því að margir Phoenix eigendur kvörtuðu yfir því að leiðslurnar höfðu snert mótorhúsið sem snýst þannig að einangrunin skrapaðist af og vírarnir skammhleyptust. Á myndinni má sjá að ekki þarf annað en toga laust í vírana til að þeir snerti brúnina á "bjöllunni".
Svo er gott að vita hvaða gerð af hraðastýringu leynist undir gólfinu:
http://www.volantexrc.com/
Í kassanum var einhver dularfullur cylinder sem lá laus. Hér er komin skýringin: Þetta hefur verið ballest sem hefur verið komið fyrir í boxinu undir gólfinu til að þyngja nefið. Þar má sjá leyfar af hitalími. Ég held að það sé engin þörf á þessu.
Þessi gerð af outrunner kallast "bell type". Sjá:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _Type.html
Ég tók eftir því að margir Phoenix eigendur kvörtuðu yfir því að leiðslurnar höfðu snert mótorhúsið sem snýst þannig að einangrunin skrapaðist af og vírarnir skammhleyptust. Á myndinni má sjá að ekki þarf annað en toga laust í vírana til að þeir snerti brúnina á "bjöllunni".
Svo er gott að vita hvaða gerð af hraðastýringu leynist undir gólfinu:
http://www.volantexrc.com/
Í kassanum var einhver dularfullur cylinder sem lá laus. Hér er komin skýringin: Þetta hefur verið ballest sem hefur verið komið fyrir í boxinu undir gólfinu til að þyngja nefið. Þar má sjá leyfar af hitalími. Ég held að það sé engin þörf á þessu.
Re: Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Verksmiðjan sem framleiðir Phoenix hefur skipt um nafn.
Lanyu heitir nú VolantexRC.
http://www.volantexrc.com/
http://www.volantexrc.com/blog
http://www.volantexrc.com/products
Lanyu heitir nú VolantexRC.
http://www.volantexrc.com/
http://www.volantexrc.com/blog
http://www.volantexrc.com/products
Re: Nýr mótor í Phoenix 1600 / 2000
Eins og Phoenixinn er nú alveg stórágætur sem slíkur , þá eru þeir nú með frekar skrýtin viðmið hvað þeir kallla GIANT-SCALE ,, en það er semsagt 1,4metr. Decathlon.
http://www.volantexrc.com/products
http://www.volantexrc.com/products
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja