Þetta er miklu ódýrara en þig grunar. Miklu ódýrara.
Námskeiðin eru eiginlega ókeypis, en ef þú notar þau, þá er sjálfsagt að styrkja framtakið með smá greiðslu.
Re: Frábær kennsla á forrit á íslenskri vefsíðu
Póstað: 17. Jan. 2015 10:42:21
eftir Gaui
Ég geng skrefinu lengra. Ég nota Linux Ubuntu, sem er frítt og frjálst, sæki mér forrit sem eru öll frí og frjáls og nota svo YouTube til að fá kennslu á þau. Þar með forðast ég Örmjúka Risann Ógurlega og sleppi því að fjármagna góðgerðarstörf Villa Hliðvarðar. Kúl!
Og, bæ ðö vei, maður þaarf ekki að vera tölvugúrú til að gera þetta.
Re: Frábær kennsla á forrit á íslenskri vefsíðu
Póstað: 17. Jan. 2015 10:53:34
eftir Gaui
Það er líka annað sem fer hrottalega í taugarnar á mér: með hverju kennslumyndbandi er hnappur sem hægt er að smella á til að KAUPA viðkomandi forrit. Þessir kallar myndu aldrei vera með kennslumyndband um það hvernig hægt er að nota hugbúnað sem er frír og frjáls, því þá geta þeir ekki grætt á að selja þer hann.
Og hér er stikla á smá kynningu sem ég gerði á forritinu Writer: