Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar myndir út blíðunni í dag.

http://modelflug.net/myndir/thumbnails.php?album=28
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir einarak »

ég gerði nú tilraun á Hamranesinu áðan, en það var bölvaður vindstrengur þar í gegn. Svo sat hún bara föst í snjónum ofan á allt... ég gafst upp þegar hún tók Selfoss stílinn á þetta og steiptist á trínið í flugtaki.
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir maggikri »

Hvernig vél varstu með Einar
kv
MK
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir einarak »

Þessa Cessnu 182, hún slapp sem betur fer algerlega óskemd úr biltunni
Mynd

Þær eiga það greinlega til þessar týpur að taka kollhnís, þvi vélin sem tók kollhnísinn á selfossi var víst cessna 180 :D
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir maggikri »

Já þessar eiga það til að taka svokallað "ground loop". Ég horfði á nákvæmlega eins vél og þessa frá Great Planes fara á hvolf á gamla flugvellinum okkar(Suðurvelli, grasbraut)það var kani af vellinum sem var með hana. Hann kallaði þetta "Ground Loop". Þá skemmdist stélið(Fin) hjá honum og hann límdi það og fór aftur í loftið og þetta skeði aftur hjá honum. Þessar vélar eru greinilega ekki bestu æfingavélar, en ofsalega fallegar. Gangi þér vel Einar. Ertu ekki með aðra vél til æfinga og vetrarflugs?

kv
MK
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir einarak »

takk fyrir það, þetta er eina vélin sem eg er með, þarf að græja undir hana skíði á næstunni, til að hafa klár
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir Siggi Dags »

Hvar hafið þið verið að versla skíði?
Þið smíðið þau kanski sjálfir?
:cool:
Kveðja
Siggi
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir einarak »

ég ætlaði mér bara að smíða þau úr 3-4mm áli, eru einhverjara reglur um hvernig er best að hafa þau í laginu? kanski 3cm á breidd og 15cm á lengd?
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir Steinar »

Ég hef notað lok af rafmagnsrennum og það hefur bara virkað vel.
Mynd
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]eru einhverjara reglur um hvernig er best að hafa þau í laginu?[/quote]
Það eru engar reglur um neitt. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er að skíðin séu ekki mikið þyngri en hjólin og að framendinn á skíðinu verður að vísa upp á meðan þú flýgur. Það er oft gert með því að setja gorm eða teygju í framendann og upp í stellið. Þá er engin hættta á að nefið á skíðunum rekist niður í lendingu með slæmum afleiðingum.

Hérna er dæmi um skíði sem ég fann í gamalli bók hjá mér. Það má laga þetta og aðlaga að hvaða módeli sem er. Skíðin eru gerð úr 2 - 3 lögum af þunnum krossviði til að fá beygjuna að framan.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara