Síða 1 af 1

Re: 13.02.2007 - Aðalfundahríð að bresta á

Póstað: 13. Feb. 2007 07:48:16
eftir Sverrir
Nú er heldur betur farið að færast fjör í leikinn og ríður Flugmódelfélag Suðurnesja á vaðið annað kvöld þegar aðalfundur þess verður haldinn og hefst hann stundvíslega kl.20.

Smástund mun svo halda sinn aðalfund sunnudaginn 25.febrúar nk. og hefst sá fundur einnig á slaginu 20. Þytur mun svo halda sinn aðalfund í marsmánuði en frekar dagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Rétt er að benda á að nú eru tenglar inn á heimasíður flugmódelfélaganna aðgengilegir af forsíðu Fréttavefsins. Og fyrir þá sem eru búnir að vera skemmri tíma á Fréttavefnum þá má benda á eina af fyrstu holdgunum Fréttavefsins en hana má nálgast enn þann daginn í dag með því að smella sér á slóðina http://frettavefur.net/Old/.