Síða 1 af 1

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 15. Apr. 2015 18:26:59
eftir Jón Björgvin
Sælir félagar!

hvaða RTF/ARF drone eru sniðugir og góðir í dag með verðhugmynd 30-40 þúsund úti ?


Bestu kveðjur: Jón Björgvin Jónsson

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 16. Apr. 2015 22:59:08
eftir einarak
Gamli fáðu þér bara fyrst svona græju, http://www.gearbest.com/rc-quadcopters/pp_71998.html -ég á eina og hún dugði til þess að mig langar ekki vitund í neinskonar fjölþyrlu... Svo færðu þér bara einhverjar góða flugvél fyrir restina af budgetinu :P

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 17. Apr. 2015 06:59:18
eftir Agust
Hafi menn flogið vængjuðum módelum, þá finnst mönnum væntanlega lítið til fjölþyrlna koma. Þetta er dálítið spennandi fyrst meðan maður er að kynnast nýrri tækni, en verður fljótt leiðigjarnt. Ástæðan er sú að þessar þyrlur fljúga nánast sjálfar með hjálp flugtölvu og þarf flugmaðurinn ekki að gera neitt annað en beina þeim lauslega í ákveðna átt. Lítið spennandi.

Sjálfur á ég DJI Phantom 1 og tala því af reynslu. Auðvitað getur verið fróðlegt að senda þyrluna upp með myndavél o.s.frv. en það vantar alla spennu og adrealín sem við flugmódelfíklar þekkjum.

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 17. Apr. 2015 19:28:15
eftir Þórir T
Klárlega miðað við verð þá held ég að það sé þessi:

http://hobbyking.com/hobbyking/store/__ ... _Fly_.html

aðeins 299 júrur og free shipping frá Hobbyking sem gerist nú ekki á hverjum degi..

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 18. Apr. 2015 09:58:17
eftir Gaui
Var Jón VP ekki með einhverja svona fjölþyrlu til sölu?

:cool:

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 20. Apr. 2015 20:23:51
eftir Jón Björgvin
Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar félagar! Pabba langar í svona græju svo sjálfur er ég ekki mikið að fara út í þetta! En ég er sjálfur með MQ-9 vél sem ég ætla setja í loftið í sumar :)

Re: Hugmyndir um góða RTF/ARF QuadCoptera

Póstað: 21. Apr. 2015 09:26:54
eftir hrafnkell
Ég er að selja svona græjur www.hlekkir.is

Þær eru fínar til að læra á og þola mikið hnjask.