Re: Patreksfjörður International - því miður
Póstað: 19. Apr. 2015 20:21:18
Okkur félögunum í Módelsmiðju Vestfjarða þykir það leitt, en því miður getum við ekki haldið okkar flugkomu betur þekkt sem Patreksfjörður International árið 2015. Velt var hverjum steini til að finna lausn, en ekkert gekk.
Síðasta ár aflýstum við flugkomunni vegna þess að eitt fyrirtæki var að nýta flugstöðina og brautina við samsetningu laxeldiskvía, en nú er staðan sú að þrjú fyrirtæki í laxeldinu eru í biðröð til að nýta aðstöðuna á vellinum til framleiðslu eldiskvía.
Það þýðir að flugstöðin er út úr myndinni auk þess sem fleiri tæki eru á brautinni en áður.
Með bestu kveðju,
Ægir Þór, formaður MSV
Síðasta ár aflýstum við flugkomunni vegna þess að eitt fyrirtæki var að nýta flugstöðina og brautina við samsetningu laxeldiskvía, en nú er staðan sú að þrjú fyrirtæki í laxeldinu eru í biðröð til að nýta aðstöðuna á vellinum til framleiðslu eldiskvía.
Það þýðir að flugstöðin er út úr myndinni auk þess sem fleiri tæki eru á brautinni en áður.
Með bestu kveðju,
Ægir Þór, formaður MSV