Síða 1 af 1

Re: Aukaaðalfundur Þyts mánudaginn 5. mars

Póstað: 17. Feb. 2007 16:40:58
eftir Agust
Ég rakst á eftirfarandi á vefsíðu Þyts áðan:


AÐALFUNDUR ÞYTS
17. 02.2007
Aðalfundur Flugmódelfélagsins þyts verður haldinn mánudaginn 5. mars 2007 og hefst kl. 20:00 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, 105 Reykjavík.
Samkvæmt lögum þyts 5.grein um DAGSKRÁ AÐALFUNDAR, hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2006 einir kosningarétt og kjörgengi á aðalfundinum.

Þeir sem tekið hafa þátt í mótum þyts á árinu 2006 og ekki eru félagsmenn í þyt er boðið á fundinn til að taka við verðlaunum.

DAGSKRÁ AÐALFUNDR:

1. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
4. Skýrslur nefnda,.
5. Kosning formanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 9. greinar í lögum þyts.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Kosning í nefndir.
8. Tillögur og lagabreytingar.
9. Önnur mál.

Með aðalfundarboði sem send hafa verið í pósti til félagsmanna þyts fylgir tillaga til lagabreytinga á lögum þyts í heild og einnig skýringar í hverju breytingarnar eru fólgnar.

Félagsmenn athugið !
Tillagan til lagabreitinga sem send var út með aðalfundarbði aðalfundar 23.nóvember sem var ólögmætur, var gölluð og er ógild og verður ekki borin upp.

Í lögum þyts 5.grein um Dagská aðalfundar segir :
Reikningaskil og fjárhagsáætlun skulu liggja frammi a.m.k. viku fyrir aðalfund, því mun gjaldkeri þyts láta reikningsskil og fjárhagsáætlun liggja frammi í síðasta lagi frá 26.febrúar 2007 í húsnæði félagsins á Hamranesi þar sem félagsmenn geta nálgast þau.

Stjórn flugmódelfélagsins þyts

Re: Aukaaðalfundur Þyts mánudaginn 5. mars

Póstað: 18. Feb. 2007 00:34:32
eftir Jón Björgvin
Flott að það sé komið á hreint..En það má til gamans geta að þá á ég Afmæli :D

Re: Aukaaðalfundur Þyts mánudaginn 5. mars

Póstað: 18. Feb. 2007 14:55:10
eftir Agust
Þetta er á undirsíðu á vefsíðu Þyts:



Aðalfundur þyts
18.febrúar 2007

Leitin að félagsmönnu til að taka þátt í stjórn og nefndum þyts undanfarið, hefur borið árangur og því er ekki til setunar boðið að halda aðalfund.

Stjórn þyts hvetur sem flesta félagsmenn þyts til að mæta á aðalfundinn og þjappa sér saman um félagið sem okkur öllum þykir svo vænt um og láta það vaxa og dafna.

Re: Aukaaðalfundur Þyts mánudaginn 5. mars

Póstað: 19. Feb. 2007 17:02:57
eftir Agust
Sælir félagar

Ég rakst á prentvillu í fundarboði aukaaðalfundar, eins og fundarboðið er á vefsíðu Þyts. Þar stendur eftirfarandi:

5. Kosning formanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 9. greinar í lögum þyts.

Grein laga Þyts númer 9 hljóðar þannig:

9. grein - STJÓRN
Stjórn félagsins skipa 5 menn. Formaður, ritari, gjaldkeri, og tveir meðstjórnendur og sitja þeir alla stjórnarfundi. Aðalfundur kýs formann, ritara og einn meðstjórnenda þau ár sem enda á jafnri tölu, en gjaldkera og einn meðstjórnanda þau ár sem enda á oddatölu. Heimilt er að víkja frá þessu fyrirkomulagi ef upp koma sérstakar aðstæður. Ritari skal gegna störfum formanns í forföllum hans.

Síðast breytt á aðalfundi Þyts á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 3/11/2005.


(Þetta er aukaaðallfundur aðalfundar sem reynt var að halda 2006, og því gildir áfram reglan varðandi ár sem enda á jafnri tölu. Það er reyndar óviðkomandi prentvillunni varðandi gjaldkera).

Re: Aukaaðalfundur Þyts mánudaginn 5. mars

Póstað: 21. Feb. 2007 06:22:36
eftir Agust
Af vefsíðu Þyts.

Þetta á við um prentaða fundarboðið, ekki það sem var á vefsíðunni:


AÐALFUNDUR Á MÁNUDEGI 5. MARS
20. 02.2007
Þau leiðu mistök urðu í fundarboði aðalfundar sem sent var til félagsmanna að þar stóð fimmtudagur 5. mars en á að vera MÁNUDAGUR 5. MARS