Síða 1 af 1

Re: 17.02.2007 - Aðalfundur Þyts mánudagskvöldið 5.mars

Póstað: 17. Feb. 2007 19:25:24
eftir Sverrir
Nú er það komið á hreint að Þytur mun halda aðalfund sinn mánudaginn 5.mars nk. í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12, 105 Reykjavík. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf og má lesa nánar um fundinn undir atburðir hér á vefnum.

Athugið einnig að þeir sem tekið hafa þátt í mótum Þyts á árinu 2006 og ekki eru félagsmenn í Þyt er boðið á fundinn til að taka við verðlaunum.