Eftir gangsetningu var ekki eftir neinu að bíða svo Beaver-inn renndi sér í kalt vatnið og hóf siglingu kvöldsins. Eftir stutta en hraða siglingu hóf hann sig til flugs og tók til við að flögra nokkra hringi yfir Seltjörn. Þetta var svo endurtekið nokkrum sinnum þangað til allir voru sáttir við árangurinn.
Þá dróg Pétur fram Sigurð VE-15, 0,007 brúttótonna bát sem hafði verið lengdur í Garðabænum hér um árið og fór nokkra túra á honum um Seltjörn. Ekkert kom þó í netin og ekki urðu eftirlitsmenn varir við neitt brottkast.
Fleira var ekki gert á flugkomunni og héldu menn ánægðir heim á leið eftir skemmtilega kvöldstund. Guðni Sig. var í ljósmyndadeildinni og ég sá um hreyfimyndirnar og hver veit nema Maggi muni pósta einhverjum hér inn á næstunni. Sjáumst að ári!
Beaver-inn er alltaf flottur!

Einn þátttakandi og milljón aðstoðarmenn.

Það rann ekki brosið af þessum.

Stolt siglir fleyið mitt...

Og umhverfisvænn að auki!
