Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Veit eiginlega ekki hvort þetta hérna á heima hér, undir heilræði eða smáauglýsingum því ég er eiginlega að biðja um ráð, tillögur, tilboð eða hvað sem er.
Læt þetta fljúga hér...

Ég á nebblega einn ágætan OS.91 Fjórgengis með pumpu sem er hálfgerð synd að láta liggja. Átti góða daga í Júkanndúinum sáluga.

Auglýsi hér með eftir hugmyndum að 1) Worbörd-Arfa sem flýgur vel... helst eitthvað töff.... eða þá 2) góðri listflugseftirlíkingu (scale-aerobat) sem passar þessum mótor.

Er búinn að vera að leita á netinu en það er ekki svo margt finnst mér sem augljóslega á við svona hlúnk...?... eða hvað? Einhverjar tillögur???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Þórir T »

Hvað segiru með að setja þennan gæðing í Funtana 90 sem áður hefur verið auglýst hér, eða annað dæmi, skal taka hann uppí..

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=833

mbk
Tóti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir einarak »

YAK 45 hiklaust!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Sverrir »

YT eða Hangar 9 stríðsfuglar ættu líka að henta.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nehhh... ég er eiginlega úti eftir tillögum að einhverju til að berjast við þjóðverjana á... Það er ómögulegt að láta þessa bandíta þarna fyrir norðan ráða lofthelginni á sínum krossmerktu tryllitækjum, en af því að ég hef ekki svo mikinn smíðatíma þá verður það að vera ARF í þetta sinn. Til vara, ef ég finn ekki neitt sem mér hugnat í þeim geira þá kannski Yak/Extra/Edge...eða þannig.
Vandamálið er að það virðist ekki mikið til í þeim stærðum að .90FS passi vel,,, eða hvað??

Já Sverrir,,, þú varst að skrifa um leið og eg,,, mér finnst einhvern vegin ég ekki finna akkúrat passlegt fyrir þennan mótor. Kannski einhver hafi reynslu af þessu dæmi?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Sverrir »

Ég hefði haldið að einhver af þessum ætti að henta. Það verður t.d. Saito 1.00 í Hurricane sem fer í samsetningu með vorinu.
http://www.ytinternational.co.uk/main/w ... l_spec.htm
http://www.ytinternational.co.uk/main/w ... 20spec.htm
http://www.ytinternational.co.uk/main/w ... 20spec.htm
http://www.ytinternational.co.uk/main/w ... -47par.jpg

Annars eru nú hlutföllin ekkert svo slæm ef fram fer sem horfir. ;)
Sýnist stefna í það að P-38, P-47, Spitfire, Hurricane, B-25 verði á flugi í orrustunni um Melana en einnig hafa borist óljósar njósnir af því að P-51 gætu bæst í hópinn.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sko Sea Fury eða P-47 væri jú einmitt eitthvað að mínum smekk en ég er hræddru um að .91FS væri heldur slappur í allar þessar. Þeir mæla með minnst 1.20FS.
Hins vegar á ég svo sem líka YS1.10 sem er í hestöflum jafnoki mun rúmstærri mótors.... kannski maður skoði þetta. :rolleyes:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Sverrir »

Allir stríðsfuglarnir hjá YT hafa flogið á RCV 91CD eins og ég setti í Hangar 9 Thunderboltinn þannig að ég væri ekkert að stressa mig neitt rosa á OS en YS væri sjálfsagt ekkert verri ;) Kaupir bara sæta tvíþekju fyrir OS mótorinn.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Offi »

The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Worbörd eða listflugsfugl fyrir OS.91FS?

Póstur eftir Offi »

[quote=Björn G Leifsson]Hins vegar á ég svo sem líka YS1.10 sem er í hestöflum jafnoki mun rúmstærri mótors.... kannski maður skoði þetta. :rolleyes:[/quote]
Hann myndi sóma sér vel í Edge. Er með hana á skrifstofunni minni... klára til afhendingar! ;)
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara