Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11288
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir Sverrir »

Mótið í dag verður sennilega lengi í minnum haft en þrjár vélar fóru í sund og ein fór í jarðgangnagerð og var komin hálfa leið til Kína þegar hún stoppaði en nóg um það í bili.

Smá súld var þegar fyrsti menn mættu niður á Sandskeið um tíuleytið í morgun en fljótlega stytti þó upp. Sex flugmenn voru mættir til leiks ásamt Árna, Einar og Steinþóri sem héldu mannskapnum við efnið. Eftir að búið var að setja upp svæðið og taka nokkur æfingaflug þá hófst keppnin á slaginu 12. Fyrst var keppt í tímaflugi og marklendingu og gekk það bara þokkalega vel fyrir sig. Náðu allir flugmenn nema einn(jarðgöngin) þrem gildum tímaflugum en misjafnlega vel gekk að hitta á lendingarpunktinn eins og gengur og gerist.

Skúli svifflugmaður kom svo niður eftir og bauð mannskapnum í kaffi þannig að ákveðið var að gera stutt hlé fyrir hraðaflugið og njóta kaffi og vafflna í boði þeirra svifflugsmanna. Rann það ljúft niður hjá viðstöddum og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir viðgjörninginn! :)

Eftir kaffi hófst svo hraðaflugið og það var í þeim hluta sem þrjár vélar skelltu sér í bað, tvær á miðri leið og ein að lokinni þriðju umferð. Þrír flugmenn náðu að fljúga þrjár umferðir í hraðafluginu, tveir eina og sá þriðji var enn að grafa til Kína eftir vélinni sinni.

Mótinu var svo slitið upp úr klukkan 17 og nú bíðum við spenntir eftir opinberum tölum frá reiknimeisturum hópsins. Tölurnar liggja fyrir og má sjá á bls.2.

Sérstakar þakkir fyrir fórnfýsi fær Árni en hann skellti sér nokkrum sinnum í „bað“ til að endurheimta flugmódel sem lentu í tjörninni.

Takk fyrir daginn drengir, vonandi eru skemmdirnar ekki of slæmar hjá þeim sem lentu í óhöppum í dag. Þurfum endilega að stefna á fleiri spildaga heldur en bara Kríumótið og Íslandsmeistaramótið. :)


Allt að detta í gang.
Mynd

Mynd

Steini mátar Multiplex.
Mynd

Þessi fór hálfa leið til Kína.
Mynd

Vaffla og kaffi, klikkar ekki!
Mynd

Tveir höfðingjar.
Mynd

Málin rædd.
Mynd

Ekki leiðinlegt að hafa þetta á hlaðinu.
Mynd

Árni á leið á vettvang.
Mynd

Mynd

Mynd

Þurrkun í gangi.
Mynd

Þessi á skilið Thule... en fékk reyndar bara kaffi!
Mynd

Og þarf að fara í bað þrátt fyrir öll böðin!
Mynd

Þessir voru sáttir við daginn.
Mynd

Tölfræðin
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11288
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar myndir úr myndavélinni hjá Einari Páli.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 764
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir gudjonh »

Já, hef tekið þátt í nokkrum mótum. Þvílík óhöpp!! Man ekki eftur neinu í líkingu við þetta.

Hef aldrey séð svon áður:
Mynd

Marklending?? Vélin mín!! En hver stjórnað? Beint 90° gráður úr 200 m hæð!!!!!!!
Mynd

"Flugslysanefnd" er búin að fá "dótið" til ransóknar.

Guðjón
Passamynd
Steinþór
Póstar: 199
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir Steinþór »

Mjög skrítið mót í dag á Sanndskeiði,þrjár vélar í vatnið en skemmtilegur hópur sem naut dagsins þrátt fyrir smá skakkaföll Takk strákar fyrir frábæran dag
kv Steini litli málari
Passamynd
gudjonh
Póstar: 764
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir gudjonh »

Já, Árni er hetja dagsins. Takk Árni!!

Guðjón
Passamynd
arni
Póstar: 270
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir arni »

Takk strákar fyrir frábæran dag en ég hef aldei upplifað önnur eins skakkaföll.
Kær kveðja.Árni F.
Passamynd
gudjonh
Póstar: 764
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir gudjonh »

Takk Árn, en mótanefnd:
Hvað með F3F á morgun????
Sko, spil geymirinn er í hleðslu (þarf ekki í F3F), stóð í 12,63 V eftir daginn.
Ég og Sverrir ætlum að gera eitthvað, ef ef mótanefnd fyritr Íslandsmót F3F gerir "ekkert". Þeyer sem hafa áhuga láta vita!

Guðjón
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11288
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir Sverrir »

Vindaspá morgundagsins er vægast sagt hörmuleg, skríður upp í 4 m/s með herkjum á tímabili, annars nær 2-3 m/s.

Hér má sjá spiltog frá sjónarhóli flugmódelsins og þarna sést einnig hin alræmda tjörn ofarlega til hægri!


Við fengum líka að sjá flugtog og nokkur spiltog í dag en einnig voru smá loftfimleikar í gangi á TF-SAC.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir Gauinn »

[quote=gudjonh]Já, Árni er hetja dagsins. Takk Árni!!

Guðjón[/quote] Árni er suðvitað "bjargvættur" no. 1.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Böðvar
Póstar: 455
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmeistaramótið í hástarti F3B - 11.júlí 2015 - Sandskeið

Póstur eftir Böðvar »

F3F verður ekki haldið í dag eins og stóð til, ekki nægur vindur í kortunum, en verður haldið við fyrsta tækifæri jafnvel seinnipart dags á virkum degi.

Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá var þetta frábært F3B mót á Sandskeiði í góðum félagsskap en Árni fær sérstakar þakkir
Svara