Smá súld var þegar fyrsti menn mættu niður á Sandskeið um tíuleytið í morgun en fljótlega stytti þó upp. Sex flugmenn voru mættir til leiks ásamt Árna, Einar og Steinþóri sem héldu mannskapnum við efnið. Eftir að búið var að setja upp svæðið og taka nokkur æfingaflug þá hófst keppnin á slaginu 12. Fyrst var keppt í tímaflugi og marklendingu og gekk það bara þokkalega vel fyrir sig. Náðu allir flugmenn nema einn(jarðgöngin) þrem gildum tímaflugum en misjafnlega vel gekk að hitta á lendingarpunktinn eins og gengur og gerist.
Skúli svifflugmaður kom svo niður eftir og bauð mannskapnum í kaffi þannig að ákveðið var að gera stutt hlé fyrir hraðaflugið og njóta kaffi og vafflna í boði þeirra svifflugsmanna. Rann það ljúft niður hjá viðstöddum og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir viðgjörninginn!

Eftir kaffi hófst svo hraðaflugið og það var í þeim hluta sem þrjár vélar skelltu sér í bað, tvær á miðri leið og ein að lokinni þriðju umferð. Þrír flugmenn náðu að fljúga þrjár umferðir í hraðafluginu, tveir eina og sá þriðji var enn að grafa til Kína eftir vélinni sinni.
Mótinu var svo slitið upp úr klukkan 17 og nú bíðum við spenntir eftir opinberum tölum frá reiknimeisturum hópsins. Tölurnar liggja fyrir og má sjá á bls.2.
Sérstakar þakkir fyrir fórnfýsi fær Árni en hann skellti sér nokkrum sinnum í „bað“ til að endurheimta flugmódel sem lentu í tjörninni.
Takk fyrir daginn drengir, vonandi eru skemmdirnar ekki of slæmar hjá þeim sem lentu í óhöppum í dag. Þurfum endilega að stefna á fleiri spildaga heldur en bara Kríumótið og Íslandsmeistaramótið.

Allt að detta í gang.


Steini mátar Multiplex.

Þessi fór hálfa leið til Kína.

Vaffla og kaffi, klikkar ekki!

Tveir höfðingjar.

Málin rædd.

Ekki leiðinlegt að hafa þetta á hlaðinu.

Árni á leið á vettvang.



Þurrkun í gangi.

Þessi á skilið Thule... en fékk reyndar bara kaffi!

Og þarf að fara í bað þrátt fyrir öll böðin!

Þessir voru sáttir við daginn.

Tölfræðin
