23.02.2007 - Áfram heldur 2.4Ghz þróunin

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.02.2007 - Áfram heldur 2.4Ghz þróunin

Póstur eftir Sverrir »

Á miðvikudaginn voru kynntar nýjungar í 2.4Ghz málum frá Spektrum. Nýjir módúlar fyrir senda og nýr 9 rása móttakari, AR9000. Nú verður hægt að nota þessa módúla með eftirtöldum JR stýringum 10X, 10ES, 3810, 9XII og að auki er búið að tilkynna að verið er að vinna í módúlum fyrir bæði Futaba og Hitec fjarstýringar.

Einnig er hægt að lesa margs konar upplýsingar af móttakaranum eins og t.d. móttökustyrk, önnur nýjung er sú að nú geta verið allt að fjórir móttakara í módelinu, hver móttakari er með tvær viðtökurásir og hægt er að tengja tvo saman í hverju módeli.

Þróunin mun víst hafa staðið yfir sl. þrjú ár og á því tímabili hafa margar útgáfur komið fram og verið prófaðar ítarlega á tímabilinu. Frumkvöðulinn á bakvið 2.4Ghz málin er módelmaður sem heitir Paul Beard þó nafn hans hafi kannski ekki heyrst mikið hingað til.

Tækin eru bæði FCC og CE vottuð sem þýðir að ekkert er því til fyrirstöðu að flytja þau inn ef menn eru alveg að missa sig yfir nýjungunum en annars er um að gera að líta á heimasíðuna hjá Spektrum og kynna sér málið.

Minni á aðalfund Smástundar sem haldinn verður í Tíbrásunnudaginn 25.febrúar nk. og hefst hann stundvíslega kl.20:00.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 23.02.2007 - Áfram heldur 2.4Ghz þróunin

Póstur eftir Agust »

Það er greinilega mikil þróun á þessu sviði og ekki ólíklegt að einhver hérlendis hætti módeli sínu til að prófa tæknina. Hvers vegna þurfa menn svona mörg loftnet við viðtækið, og jafnvel marga móttakara? Hvers vegna er verið að bjóða upp á sérstakan búnað sem "allows pilots to truly fine tune the antenna and remote receiver placement"' Einnig: "In some installations, such as high-performance jets, it may be desirable to add in an additional fourth remote receiver" (!). Hvert viðtæki virðist vera með tvo loftnetsstubba, þannig að loftnetin eru orðin allnokkur.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 23.02.2007 - Áfram heldur 2.4Ghz þróunin

Póstur eftir Messarinn »

Þetta sýnist mér bara vera komið út í einhverja vitleysu. Af hverju er þetta ekki bara ein fjarstýring og einn mótakari :O :O
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara