26.02.2007 - Framhaldsaðalfund þarf hjá Smástund

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 26.02.2007 - Framhaldsaðalfund þarf hjá Smástund

Póstur eftir Sverrir »

Það virðist vera að fleiri félög séu í vandræðum með að ná lágmarksfjölda félagsmanna til að geta haldið löglegan aðalfund en sú staða kom upp hjá Smástund í gær að af 19 greiðandi félagsmönnum þá mættu einungis 6 en því miður náðist ekki tilskilin 35% með þeim fjölda. Skv. félagslögum þarf því að boða nýjan fund og verður hann gildur óháður fjölda þeirra sem mæta.

Við þetta skiptu fundarmenn úr aðalfundargírnum og yfir í félagsfundargír og voru verðlaun veitt fyrir mót liðins sumars ásamt því sem rætt var um félagsmál og Flugmálafélag Íslands en ákveðið var að ganga til liðs við það.

Hægt er að sjá myndir frá fundinum á vefsíðu Smástundar.

Framhaldsaðalfundur er boðaður þann 25.mars nk. kl.20 í Tíbrá.
Icelandic Volcano Yeti
Svara