28.02.2007 - Stór módel

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 28.02.2007 - Stór módel

Póstur eftir Sverrir »

Áður hefur verið fjallað um 30% módelið af Skyraider sem Phil Clark er að smíða fyrir Ali Mashinchy. Af því er það helst að frétta að stefnt er að því að það verði tilbúið eftir um 8 vikur svo það ætti að sjást á flugsýningum í Bretlandi nú í sumar.

Annað módel af svipaðri stærðargráðu er P-38 sem er í ríflega 30% skala og verður knúin af tveimur DA-150 mótorum sem snúast í á móti hvor öðrum.Módelið er með ca. 6 metra vænghaf og meir en 65.000 hnoð má finna utan á því.

Sjá myndir
Icelandic Volcano Yeti
Svara