Futaba 2,4 GHz

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Agust »

Prófunarskýrslur fyrir Futaba 2,5 GHz eru hér á vef fjarskiptaeftirlitsins í USA (FCC):

https://gullfoss2.fcc.gov/prod/oet/cf/e ... SS1-24G%27

Fróðlegt fyrir þá sem vilja kíkja undir lokið. Þetta er víst trúnaðarmál, svo vinsamleagst opnið ekki skjölin.

Takið eftir hvað vefþjónninn heitir! Nafnið vakti athygli mína. https://gullfoss2.fcc.gov
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11501
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir kip »

Það hlýtur að vera íslenskur UT gaur í vinnu þarna :D
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Agust »

Miklar umræður hér um það nýjasta frá Futaba

Futaba! Introducing The Futaba 12FG, Modules & More!

http://www.flyinggiants.com/forums/fg10 ... -more.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Björn G Leifsson »

2,4 GHz breiðist út...

Var éinhver búinn að sjá þetta:

http://www.xtremepowersystems.net/xtremelink.php

Módúlar fyrir allar gerðir stýringa og tvíhliða samskipti milli stýringar og flugtóls.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir kip »

Björn þetta hljómar vel! Maður er semsagt þá vel settur með að kaupa notaða stýringu sem er með skiptanlegum rf módúla og setja svona í, í staðin fyrir að kaupa nýja 2.4 stýringu
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ja,,, mín stýring (JR 9X-II ) er með svona módúl sem hægt er að taka úr... og auðvitað setja í aftur :) Mér skilst að ef ég skyldi vilja losna við peninga og við he-is loftnetið sem alltaf er að rekast í eða gleymast að draga út, jú og kristalinn sem Hjörtur er alltaf að taka úr og setja sína tíðni í, þá geti ég keypt svona og sett í og ... ja bara haldið áfram að fljúga, eða þannig.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir tf-kölski »

En maður er ekki með neina sérstaka tíðni á þessu 2,4 GHz er það? hvað gerir maður þá á melonum?
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Futaba 2,4 GHz

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mynd

par af sendimódúl og móttakara kostar hjá þeim rétt rúma $200. Hver 10 rása móttakari kostar stakur $120 Átta rása $100 og sex rása án ytra loftnets fyrir báta og lítil ("short range") flugtól kostar tæpa $60.
Svo fær maður, fyrir $14 aðeins, lítinn dippedútt til að festa á stýringuna til að vega upp á móti breyttu jafnvægi þegar désk-ans blikkloftnetið er farið.
Mynd

Nú og fyrst Herr Sailer (Wolfgang) frá Þýskalandi þorir að treysta þessu fyrir F104 vélinni sinni sem er aðeins 3,7 metra löng þá ættum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur, eða hvað?

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara