Síða 1 af 4

Re: A Man and his Machine

Póstað: 28. Feb. 2007 23:49:52
eftir Offi
Það hefur kannski ekki farið framhjá lesendum að ég hef hafið minn feril sem "flugmaður". Trainerinn minn fór ekki vel út úr því og fjármálaráðherra heimilisins setti stórt spurningarmerki við komandi fjárveitingar, ef mínútuverðið er yfir 10.000 kall.

Ég fékk tilboð um kaup á AirCore og ég tók því. Flugflutningar Sverris komu með gripinn til mín í dag. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa viðbrögðunum þegar ég sá þetta. Ég sá grófan, hvítan bylgjupappa mótaðan í form flugvélar. Þetta var eiginlega skelfileg sjón. Matarlystin var ekkert spes á eftir!

Ég dró kvikindið heim og á stofuborðið góða. (Engir gestir að vanda) Ég verð að segja það að eftir að hafa stúderað þessa vél á borðinu, tengt og stillt, þá er þetta ein almesta snilld sem ég hef orðið vitni að í hönnun notagildis og einfaldleika! IKEA what? Ég reyndar púslaði þessu ekki saman og mér skilst að það taki smá stund. En þvílík snilld sem þessi græja er fyrir það. Say no more! Takk fyrir þetta, Maggi!

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 00:18:22
eftir Sverrir
Já ég get vottað það að matarlystinn var frekar lítil hjá Offa en þökk sé öflugu áfallarhjálparteymi Flugflutninga þá náðist að hressa hann við áður en hann var fluttur aftur í vinnuna ;)

Aircore er fínasta græja, það sést best á því að tveir efstu menn í lendingarkeppni Þyts síðasta sumar lærðu á svona grip.
Hér er einmitt mynd af minni fyrir rúmlega áratug síðan og vel það, ASP 40 rauðhaus situr þarna fremst í nefinu og Sanwa sá um fjarstýrimálin :)
Mynd

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 00:34:25
eftir Þórir T
skrambinn sjálfur, ég varð svo frægur að fá að prófa svona (þessa?) vél í fyrra sumar, en fjandakornið, get ekki vanist þessu bylgjupappa útliti...

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 09:50:10
eftir maggikri
Þórir minn. Lokaðu bara öðru auganu þegar þú sérð þær svífa um himinhvolfið, þá eru þær flottar. Útlitið er ekki allt heldur styrkurinn.
kv
MK

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 09:58:20
eftir einarak
Sverrir gæti fengi nafngiftina Dreifiaðili Aircore á Íslandi. Ég lenti samt í smá veseni með að koma saitonum fyrir því blöndungurinn er aftan á, akkurat á sama stað og armurinn fyrir stýrið kemur í gegnum plötuna :|

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 10:02:26
eftir Offi
Þú færð þér bara 46 mótor hjá dreifingaraðila Thunder Tiger á Íslandi, MK. :) Ég er með allar geymslur fullar af þessu dóti frá honum! :D

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 10:04:13
eftir Þórir T
spurning um lóðbolta, bræða bara í burtu það sem er fyrir :D

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 10:42:10
eftir Sverrir
Kannski fullgróft að bræða stýrisarminn burt ;)

Mynd

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 19:02:16
eftir Guðni
Hello.....Fyrst menn eru farnir að setja myndir af Aircore hér inn þá má ég til að bæta við það
og hæla þeim því að þetta eru bara fínar byrjendavélar...þær eru sterkar...eins og allir vita orðið...
Veit það ekki.. mér finnst hann ekki ljótari en margar aðra vélar sem eru í gangi...bara öðruvísi.
Mynd Mynd Mynd
Later...Guðni Sig.

Re: A Man and his Machine

Póstað: 1. Mar. 2007 19:09:59
eftir maggikri
Einar. Er ekki hægt að snúa blöndungnum við á þessum Saito 56. Ég er með Saito 45 special. Ég losaði tvær skrúfur og sneri blöndungnum við þannig að bensíngjöfin verði réttu megin. Ég skal taka mynd af honum og pósta henni hér á eftir.

Kv
MK