Síða 1 af 1

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 8. Ágú. 2015 20:16:57
eftir lulli
Morguninn mætti flugköppum með brosi, já veðurguðir voru algjörlega sáttir við að deila góða veðrinu.
Strax frá settum tíma var ræst í öflugan flugdag, þar sem allir viðstaddir nutu þess að viðra flugvélar sínar mjög jafnt og reglulega.
Mikið flogið og frábært veður - eiginlega alveg fullkomið flugveður,stundum logn eða smá andvari og hlýtt.
Ekki er nú leiðinlegra að segja frá því að dagurinn krafðist engra flugfórna og allir fóru heim með jafnmargar vélar og þeir höfðu mætt með ,,, nema ef vera skyldi að flotinn hafi í einhverju tilfelli stækkað þar sem Jón P. yfir-kassagramsari var á staðnum með aukavélar og Íhluti.
Sérstaklega vakti athygli hversu margir gestir litu við og greinilegt að Flugkoma FMA á sinn sess...
Dagurinn endaði svo með að skýin drógu fyrir og fóru að gráta (í smá stund og hætti svo) og þá var passlegt að fýra upp grillið þar sem menn og konur gátu græjað svanga maga eftir erilsaman en flottan dag.
Nokkrar ,,jarðbundnar" myndir hérna , en læt svo öðrum sem eiga ofurlinsur um flugmyndirnar.
Takk fyrir góðan dag kæru félagar.
Kveðja Lúlli og frú.


Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 8. Ágú. 2015 22:39:39
eftir Pétur Hjálmars
Þarna hefur verið G'OÐMENNT og gaman.
Til hamingju norð' an´menn og gestir.

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 8. Ágú. 2015 23:55:47
eftir Sverrir
Líf og fjör, gaman að þessu! :)

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 9. Ágú. 2015 09:36:01
eftir Steinþór
Flottur dagur á Melgerðismelum vonandi koma fleiri myndir fyrir okkur sem komust ekki í ár kvSteini litli málari

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 9. Ágú. 2015 17:51:07
eftir Guðni
Hittum á mjög gott veður þennann daginn stafalogn megnið af tímanum og þurrt..:) Nokkrar myndir..
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Kv. Guðni Sig.

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 9. Ágú. 2015 21:57:11
eftir BSB-butterfly
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

kveðja
Birgitta og húsbandið :)

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 10. Ágú. 2015 01:42:39
eftir Sverrir

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 10. Ágú. 2015 15:24:38
eftir arithor
Ágúst kvöld á Akureyri 2015


Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 5. Nóv. 2015 22:58:13
eftir Árni H
Ég átti í tölvunni hjá mér nokkur stutt myndskeið frá flugkomunni okkar og ákvað að hræra þeim saman í stutta samantekt frá þessum skemmtilega góðviðrisdegi. Það er alltaf gaman að rifja upp svona skemmtilegar flugkomur!


Kv,
Árni H

Re: Melgerðismelar - 8.ágúst 2015 - Flugkoma FMFA

Póstað: 15. Nóv. 2015 02:34:35
eftir Guðni
Góður hræringur Árni..þessi dagur var snilld..:)