Síða 1 af 1

Re: 02.03.2007 - Leiðbeiningar með fjarstýringum og netspjall

Póstað: 1. Mar. 2007 07:48:21
eftir Sverrir
Hver kannast ekki við að hafa einhvern tíma þurft að leita að bæklingi fyrir ákveðna fjarstýringu af hvaða tilefni það hefur svo verið er annað mál :)

Áður en menn fara að örvænta og jafnvel bjóða í bæklinga á netinu þá er um að gera að líta við á þessari vefsíðu og athuga hvort þeir séu ekki með eintakið sem vantar.

Til stendur að reyna að hafa fasta tíma á netspjallinu þar sem menn geta komið saman og rætt málin. Kl. 20 nk. sunnudag er því um að gera að líta við og prófa netspjallið. Netspjallið er tengt umræðunum hér á vefnum þannig að notendur þurfa að vera skráðir þar til að komast inn.

Re: 02.03.2007 - Leiðbeiningar með fjarstýringum og netspjall

Póstað: 11. Mar. 2007 18:32:35
eftir Offi
[quote=Sverrir]Til stendur að reyna að hafa fasta tíma á netspjallinu þar sem menn geta komið saman og rætt málin. Kl. 20 nk. sunnudag er því um að gera að líta við og prófa netspjallið. Netspjallið er tengt umræðunum hér á vefnum þannig að notendur þurfa að vera skráðir þar til að komast inn.[/quote]
Já, ég mæti... allavega rétt uppúr kl. 20! :cool:

Re: 02.03.2007 - Leiðbeiningar með fjarstýringum og netspjall

Póstað: 11. Mar. 2007 19:07:20
eftir Sverrir
Sé þig þar.

Re: 02.03.2007 - Leiðbeiningar með fjarstýringum og netspjall

Póstað: 11. Mar. 2007 20:19:44
eftir Sverrir
Alla veganna 4 mættir, spurning hversu margir í viðbót líti við.

Þessir litu í heimsókn milli 20 og 22, þökkum komuna og vonandi líta þeir og fleiri við nk. sunnudagskvöld.
Gaui k
Gaui
Ingþór
Offi
Ágúst
Eiður