Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls
Póstað: 15. Ágú. 2015 18:48:01
Hin árlega Stórskalaflugkoma Einars Páls var haldin í 30 skiptið í dag en sú allra fyrsta var haldin á Sandskeiði árið 1985. Veðrið hefur oft verið betra en það kom ekki að sök og var mikið flogið þegar færi gafst og inn á milli nutu menn veitinga og spjalls. Í tilefni af 30 ára afmælinu bauð Einar Páll upp á pylsur og kók eins og menn gátu í sig látið og var því gerð góð skil.
Mesta athygli vakti Birgir Sigurðsson með DC-4 en hún hefur verið í smíðum í 15 ár og er nú loks að fara að komast á lokasprettinn. Mótorarnir voru gangsettir og radíókerfið prófað og styttist óðum í að hún hefji sig til flugs. Sigurjón Valsson sýndi svo mönnum Beechcraft Bonanza sem var flutt inn til landsins fyrr í sumar og er óhætt að segja að þar sé gullmoli á ferðinni.
Einar Páll veitti svo nokkrar viðurkenningar í tilefni af áfanganum.
Skjöldur Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir að hafa mætt á allar 30 Stórskalaflugkomurnar!
Birgir Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir þrautsegju við flugmódelsmíðar.
Sigurjón Valsson fékk viðurkenningu fyrir óþreyttandi vilja til að skemmta módelmönnum.
Sverrir Gunnlaugsson fékk viðurkenningu fyrir að halda úti Fréttavef Flugmódelmanna.
Góðir gestir mættu frá höfuðstað Norðurlands og heilsuðu upp á félagana, hver veit nema þeir komi með flugmódel með sér næst! Eitt óhapp varð í lendingu en að öðru leyti fóru öll flugmódelin heim heil á höldnu.




Mesta athygli vakti Birgir Sigurðsson með DC-4 en hún hefur verið í smíðum í 15 ár og er nú loks að fara að komast á lokasprettinn. Mótorarnir voru gangsettir og radíókerfið prófað og styttist óðum í að hún hefji sig til flugs. Sigurjón Valsson sýndi svo mönnum Beechcraft Bonanza sem var flutt inn til landsins fyrr í sumar og er óhætt að segja að þar sé gullmoli á ferðinni.
Einar Páll veitti svo nokkrar viðurkenningar í tilefni af áfanganum.
Skjöldur Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir að hafa mætt á allar 30 Stórskalaflugkomurnar!
Birgir Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir þrautsegju við flugmódelsmíðar.
Sigurjón Valsson fékk viðurkenningu fyrir óþreyttandi vilja til að skemmta módelmönnum.
Sverrir Gunnlaugsson fékk viðurkenningu fyrir að halda úti Fréttavef Flugmódelmanna.
Góðir gestir mættu frá höfuðstað Norðurlands og heilsuðu upp á félagana, hver veit nema þeir komi með flugmódel með sér næst! Eitt óhapp varð í lendingu en að öðru leyti fóru öll flugmódelin heim heil á höldnu.



























