Síða 1 af 2

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 21. Ágú. 2015 14:32:37
eftir maggikri
Kíkið á þetta. Það verður að vera lámarkspöntun upp á 150 US dollar.
kv
MK

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 22. Ágú. 2015 14:10:21
eftir benedikt
Mér leið ílla - valkvíði dauðans. ;)

en eru þeir oft með þennan díl ? ég sparaði mér $500 USD í shipping!

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 22. Ágú. 2015 22:30:49
eftir einarak
Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður hjá þeim, en ég sá hinsvegar ekkert svo spennandi sem var þess virði að fá það sent frítt

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 4. Sep. 2015 10:26:31
eftir Gunni Binni
[quote=einarak]Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður hjá þeim, en ég sá hinsvegar ekkert svo spennandi sem var þess virði að fá það sent frítt[/quote]

Ég efast um að þeir geri sömu mistök aftur :)
Ég notaði nefnilega tækifærið og pantaði vængpoka, kassa fyrir Kvaddana og þess háttar rúmmálsfrekt dót sem maður tímir venjulega ekki að panta vegna sendikostnaðar.
Kassanir komu í gær :D

Mynd

Og þegar ég var búinn að stinga gat á 500 poka með lofti frá Kína kom í ljós:

Mynd

Það er hætt við að HK hugsi sig um áður en þeir bjóða upp á þetta:

Shipment Fedex Priority US$1062.578 (FREE SHIPPING) US$0.00
Taxes US$0.00
Total US$164.11
Credit Total

Eða þetta:
Shipment Fedex Priority US$779.57 (FREE SHIPPING) US$0.00
Taxes US$0.00
Total US$196.78


? hvort þeir séu vinir mínir lengur?

Kveðja
Gunni Binni

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 4. Sep. 2015 11:03:34
eftir Gunni Binni
Ein Kínabúð hefur áður gert þessi mistök og hefur mér vitanlega ekki gert það síðan. Sjá: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=4695
kveðja
GBG

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 4. Sep. 2015 12:14:02
eftir gudjonh
En hvernig var að anda að sér Kínverku lofti? Er að anda að mér rússalofti þessa vikuna.
Guðjón

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 4. Sep. 2015 18:44:32
eftir einarak
nú verður Gunni Binni nuts var það sem ég hugsaði þegar ég sá þetta. LOL

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 5. Sep. 2015 01:44:34
eftir Gunni Binni
[quote=einarak]nú verður Gunni Binni nuts var það sem ég hugsaði þegar ég sá þetta. LOL[/quote]

Maður er nú einu sinni "sucker for a good deal", hvort sem maður þarf eða ekki :)
Og allt Magga að kenna! Hann kveikti í mér :O
kveðja
Gunni Binni

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 5. Sep. 2015 09:15:22
eftir maggikri
[quote=Gunni Binni][quote=einarak]nú verður Gunni Binni nuts var það sem ég hugsaði þegar ég sá þetta. LOL[/quote]

Maður er nú einu sinni "sucker for a good deal", hvort sem maður þarf eða ekki :)
Og allt Magga að kenna! Hann kveikti í mér :O
kveðja
Gunni Binni[/quote]

Ég er sekur! Ég var sjálfur með stærra kassaflóð.
kv
MK

Re: Hobbyking International Warehouse með free shipping næstu 48 tímana

Póstað: 5. Sep. 2015 12:11:38
eftir Gunni Binni
[quote=maggikri]
Ég er sekur! Ég var sjálfur með stærra kassaflóð.
kv
MK[/quote]

Sælt er sameiginlegt skipbrot :)
Kv.
GBG