Síða 1 af 1

Re: Langdrægni / stuttdrægni fjarstýribúnaðar

Póstað: 4. Mar. 2007 19:46:26
eftir einarak
Ég er að velta fyrir mér hvort búnaðurinn sé einhvað bilaður hjá mér... Var á Hamranesinu áðan með "nýja" Aircorinn og ættlaði að taka flugið, en áður en ég fór í loftið tók ég Range checkið, stillti flugvélinni upp á borð, og lét coarann halda við hana og fylgjast með, svo ók ég á brott áleiðis að hliðinu með co-arann í símanum, og sendirinn út um gluggan. Rétt áður en ég kom að hliðinu missti vélin signal og allt fór að flökta á fullu. Svona eftir á higgja finnst mér þetta full stutt drægni, er hún kanski einhvað lengri í loftinu?? :|
p.s. flaug ekki neitt, það var heldur til hvasst...

Re: Langdrægni / stuttdrægni fjarstýribúnaðar

Póstað: 4. Mar. 2007 20:06:14
eftir maggikri
Einar. Varstu með loftnetið úti. Ég meina útdregið.
Kv
MK

Re: Langdrægni / stuttdrægni fjarstýribúnaðar

Póstað: 4. Mar. 2007 20:33:25
eftir Agust
Það er auðveldast að prófa drægnina með loftnetið niðri. Ganga síðan hægt frá módelinu og hreyfa stýrin reglulega annað slagið, þannig að meðhjálparinn átti sig á muninum á flökti og þegar verið er að stýra.

Prófa bæði með mótorinn stopp og í gangi.

Þú ættir að ná að ganga a.m.k. 50 skref ef allt er í lagi.

Ég hef náð miklu meiri drægni með PCM móttakara en venjulegum PPM (FM). Náði eitt sinn alla leið að hliðinu með mótorinn stopp, en að efstu beygjunni þegar bensínmótorinn var í gangi.

PCM móttakarar flökta ekki. Maður verður fyrst var við eins konar stirðleika þegar stýrifletir svara ekki strax, en þeir fara í rétta stöðu þegar og ef móttakarinn nær að greina rétt merki.

Re: Langdrægni / stuttdrægni fjarstýribúnaðar

Póstað: 4. Mar. 2007 20:44:18
eftir einarak
jamm loftnetið var útdregið, náðir þú Ágúst upp að hliði með loftnetið inni?

Re: Langdrægni / stuttdrægni fjarstýribúnaðar

Póstað: 4. Mar. 2007 21:08:47
eftir Agust
Man eftir að fyrir allmörgum árum var ég að prófa vél með bensínmótor (Ultra Hots / Zenoah 62). Móttakarinn var Futaba PCM. Þá náði ég upp að hliði með loftnetið inni, en upp að efri beygju (um 3/4 að hliði) með mótor í gangi.

Reyndar var ég þá með Robbe FC-18, en á þeim sendi stendur loftnetið aðeins út (20 cm) þó það sé inni. Fer sem sagt ekki inn í fjarstýringuna.

PCM móttakarar (Futaba) hafa reynst mun langdrægari en venjulegir.

Yfirleitt læt ég um 50 skref með loftnetið alveg inni nægja þegar ég er með venjulegt viðtæki og venjulegan sendi þar sem loftnetið fer alveg inn.

Það er erfitt að meta hvort það sé eðlilegt að stýrifletirnir hafi flökt þegar þú varst kominn að hliðinu með loftnetið úti, og þar að auki út um bílgluggann. Drægnin er meiri þegar vélin er á lofti.

Prófaðu aftur með loftnetið niðri.

Re: Langdrægni / stuttdrægni fjarstýribúnaðar

Póstað: 4. Mar. 2007 21:14:31
eftir einarak
ok, athuga þetta í næstu ferð á hamranesið. takk fyrir þetta