Síða 1 af 1
Re: 05.03.2007 - Aðalfundir kvöldsins
Póstað: 5. Mar. 2007 08:25:27
eftir Sverrir
Í kvöld eru á dagskrá aðalfundir í tveimur flugmódelfélögum.
Flugmódelfélagið Þytur heldur
framhaldsaðalfund sinn í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni og hefst fundurinn kl.20. Á fundinum verða einnig veitt verðlaun fyrir mót sumarsins.
Flugmódelfélag Akureyrar heldur
aðalfund sinn í húsnæði Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli og hefst fundurinn kl.20.
Re: 05.03.2007 - Aðalfundir kvöldsins
Póstað: 5. Mar. 2007 22:07:57
eftir Sverrir
Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar gekk eins og vel smurð vél og kláraðist á rétt um klukkutíma.
Skv. nýjstu fréttum er mikill baráttufundur í gangi í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur og er búist við að hann standi langt fram eftir kvöldi.
Re: 05.03.2007 - Aðalfundir kvöldsins
Póstað: 6. Mar. 2007 00:20:41
eftir Sverrir
Aðalfund Þyts lauk upp úr 23 í kvöld. Mikil baráttufundur en sættir náðust þó er á leið.
Tveir voru í framboði til formanns, Þorsteinn Hraundal og Benedikt Sveinsson og fóru leikar svo að Þorsteinn var kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir Einar Páll Einarsson og Jón V. Pétursson en Rafn Thorarensen situr áfram sem gjaldkeri.
Af aðalfund Flugmódelfélags Akureyrar er það helst að frétta að Guðjón Ólafsson var kjörinn formaður en Þröstur Gylfason gaf ekki kost á sér aftur sökum anna. Aðrir í stjórn voru kosnir Árni Hrólfur Helgason, Þröstur Gylfason, Knútur Henrýson og Guðmundur Haraldsson.
Re: 05.03.2007 - Aðalfundir kvöldsins
Póstað: 6. Mar. 2007 06:24:24
eftir Agust
Í stað Benedikts Sveinssonar meðstjórnanda, sem baðst undan því að sitja í stjórn, var kosinn Ófeigur Ófeigsson.
Í stjórn Þyts eru því:
Þorsteinn Hraundal, formaður
Jón V. Pétursson, ritari
Rafn Thorarensen, gjaldkeri
Einar Páll Einarsson, meðstjórnandi
Ófeigur Ófeigsson, meðstjórnandi
Fundarstjóri var Axel Sölvason og að vanda fórst honum fundarstjórnin með mikilli prýði. Undirritaður var fundarritari.
Eftir allsnarpar umræður var formlegur fundur settur. Hann fór í alla staði mjög vel fram. Voru fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og hinni nýkjörnu óskað alls hin besta. Allar deilur voru lagðar til hliðar, og var ljóst í lok fundar að allir voru mjög sáttir, ekki síst þeir sem deildu í upphafi fundar. Fundurinn var óvenju vel sóttur. 34 fullgildir félagar voru á fundinum, auk nokkurra sem ekki höfðu greitt árgjald 2006.