Síða 1 af 1

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 18:24:51
eftir Siggi Dags
Sælir

Nú veit ég ekkert um þessa staðla.

Er með eitt 4,8v (móttakara) og annað 1,2v (glóðar).

Get ég hlaðið bæði á sama straumi?

Þarf ég að hafa sitt hvort hleðslu inntakið?

p.s. ég er að setja internal glo.

p.s.p.s. Hvers vegna 4,8 eða 6v ?

:/

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 19:01:10
eftir Gaui
Galdratalan sem ég heyrði einhvern tíman var að hlaða á 1/10 af ampertölu batterísins, þannig að 700 mAh batterí ætti að hlaða á 70mAh. Það er semsagt Amperatalan en ekki Volt talan sem skiptir máli.

Vandinn sem nú er kominn upp er að með fjarstýringum fylgir oftast hleslutæki sem hleður á 70 til 100 mAh, en batteríin eru farin að vera 2500 til 3000 mAh. Hleðslutækið hefur s.s. varla undan að hlaða þau og þarf marga sólarhringa til.

4,8 volt eru notuð vegna þess að við notum yfirleitt hleðslubatterí og hvert slíkt er 1,2 volt. Venjuleg batterí eru 1,5 volt. Ef 4 slík eru sett saman, þá segir stærðfræðin 4,8 volt annars vegar og 6 volt hins vegar. Fjarstýrigræjur eru gerðar til að þola hvort tveggja. Síðan svindla menn stundum og nota 5 hleðslubatterý og fá þannig 6 volt út úr pakkanum. Áhrifin eru venjulega þau að servóin hreyfast hraðar og hafa meiri kraft.

Ágúst! Þú leiðréttir mig ef þetta er ekki rétt.

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 19:12:03
eftir Björn G Leifsson
Mæli með að menn sem eru dottnir alvarlega í þessa íþrótt útvegi sér gott hleðslutæki sem hleður "vísindalega" og getur sæklað (e. cycle) NiCd batteríin til að hressa vel upp á þau. Mér finnst mitt sem ég fékk hjá þresti einu sinni og heitir SimProp Intelli-Control vera svakalega gott og hafa ábyggilega borgað sig. Fann gríðarlegan mun á battériunum strax og ég fór að nota það.

Eitt er mjög mikilvægt við val á fínu hleðslutæki en það er að það geti hlaðið allar tegundir battería, líka LiIon og LiPolymer.

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 19:18:28
eftir Siggi Dags
Hmm takk fyrir þetta og sílíkonið!


[quote=Gaui]Ef þú færð hitaþolna slöngu (silikon), þá skaltu nota hana, það er ferlega gott að þurfa ekki að þrífa marga lítra af jukki af vélinni. Slangan ætti að hafa lítil ef nokkur áhrif á kraftinn í mótornum.[/quote]
Það er allavega á hreinu að ekki skemmist rafhlaðan!

Tekur bara langan tíma - remote glo batteríið er 3000 mah. 1,2v
hitt er frá 700 - 2400 mah. 4,8v

Hlakka til að taka jómfrúarflugið með þessa.

Kv.
Siggi

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 19:23:23
eftir Siggi Dags
hi-nm = batteríið er frá
http://www.smservices.net/acatalog/index.html
Fyrir internal glo
Það er nebbnilega þetta með þessa innri glóð. ?????

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 20:47:26
eftir Eiður
góðan daginn smá fróðleikur Við hliðtengingu á rafhlöðum er mikilvægt að þeir séu eins, þ.e.a.s séu uppgefnir með sömu spennu í voltum og sömu hleðslu í amperstundum.Ef ef ein rafhlaðan er minni getur hún farið að taka til sín straum (hlaðast) í stað þess að gefa hann frá sér. hins vegar getur þú spennt spennuna niður á mótakara rafhlöðunni þannig að þú sért með 1,2 volt fyrir glóðinna og 6V fyrir mótakarann.

Mynd

Re: 1.2 - 4.8 - 6 v

Póstað: 8. Mar. 2007 21:14:21
eftir Eiður
ég þarf að sýna þér þetta bara þegar ég hitti á þig næst

en ef þú ætlar að hlaða rafhlöðurnar saman þá þarf að tengja þær saman og það er það sem ég er að vitna í
hvað gerist ef þú tengir 1,2v við 4,8v í hliðtengingu.