Síða 1 af 1

Re: Mótorvandamál

Póstað: 10. Mar. 2007 22:18:23
eftir Spitfire
Er í smá vandræðum með Protec 46 mótor, er búinn að tilkeyra hann og stilla svo hann gengur flott bæði lausagang og á fullri inngjöf.

En nú er ég að tala um þegar rellan situr á hjólunum, vandamálið kemur fram þegar ég lyfti nefinu á rellunni upp.

Semsagt í lausagangi þá malar mótorinn eins og kettlingur, sama hvort rellan er á hjólunum eða nefinu beint upp í loft.

En ef ég lyfti nefinu upp á fullri inngjöf, þá gengur hann í smástund og þá byrjar mótorinn að hiksta og drepur síðan á sér. Eitt atriði sem við félagarnir í Patrónar Flugzeugwerke tókum eftir, var að það kom eldsneyti upp um slönguna sem liggur frá hjóðkút inn á eldsneytistank einmitt á þá mund sem mótorinn byrjaði að hiksta.

Nú spyr ég ykkur reynsluboltana: hvur fjandinn er að??? :mad:

Re: Mótorvandamál

Póstað: 10. Mar. 2007 23:01:42
eftir Gaui
Þið eruð líklega búnir að stilla blönduna of veika (lean). Snúðu nálinni tvö-þrjú klikk til vinstri (út) svo blandan verði ríkari. Þú ættir ekki að verða var við neina minnkun á snúningshraða, en mótorinn ætti að draga betur þegar nefinu er beint upp.

Ástæðan fyrir því að eldsneyti kemur upp í slönguna að hljóðkútnum er líkast til sú að það er þrýstingur á tanknum og um leið og mótorinn hættir að ganga, þá er ekki lengur þrýstingur úr hljóðkútnum, svo að sá þrýstingur sem er í tanknum ýtir eldsneyti uppí slönguna.

Re: Mótorvandamál

Póstað: 12. Mar. 2007 12:27:21
eftir Spitfire
Kærar þakkir herr Gaui, það dugði að snúa nálinni tvö klikk út, og nú gengur mótorinn mjúkt og fínt sama hvernig rellan snýr :)

Þarna má eflaust kenna um óþolinmæði eigandans, var heldur grófur við fínstillinguna :P