Síða 1 af 1

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 11. Feb. 2016 23:40:48
eftir Sverrir
Steini, Anna og Þórður eru að sleikja sólina á Teneríf og að sjálfsögðu er flugmódel með í för! Klettar, brekkur, hamrar og klúbbar hafa verið heimsótt og mikið flogið í fínasta veðri, ekki leiðinlegt að vera léttklæddur með fjarstýringu í hönd! :)

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Þau litu líka við hjá Club Aeromodelismo Tenerife en þeir eru með fínustu aðstöðu, 120x6 metra malbikuð braut, gámahús og geymsla.

Mynd

Mynd

Mynd

Og auðvitað er Futura á svæðinu! ;)


Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 13. Feb. 2016 18:01:05
eftir gudniv
Gaman af þessum myndum af svæðinu, flott aðstaða og örlítið skárra veður þarna heldur en hér .....

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 13. Feb. 2016 20:37:58
eftir arni
Gaman að sjá þessar myndir frá ykkur. Það er aldeilis flott aðstaðan sem þeir hafa þarna.Það þarf ekki að vera í
Kraftgallanum.Stuttbuxur og bolur. :)
Kveðja.Árni F.

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 14. Feb. 2016 01:28:47
eftir maggikri
Ég heimsótti þennan klúbb árið 2008. Það var ansi hvasst þarna.
https://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1908

kv
MK

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 15. Feb. 2016 14:52:15
eftir Vignir
Ég var að rölta eftir ströndinni á Las Palmas um helgina og þar sá ég feðga fljúga bixler í flæðarmálinu í myrkri með led ljós á vængjum. Þetta var mjög töff.

Kv.
Vignir

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 22. Feb. 2016 23:04:34
eftir Sverrir
Nokkrar myndir í viðbót... hvað segja menn, hópferð næsta vetur!

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 22. Feb. 2016 23:39:46
eftir Ágúst Borgþórsson
Já!! hvað um strax á morgun ? :D

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 23. Feb. 2016 00:26:26
eftir Sverrir
Vélin fer kl.10:05 í fyrramálið en kostar 53.000... ef við bíðum til 1. mars þá er það ekki nema 22.000 út. ;)

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 23. Feb. 2016 23:11:01
eftir Ágúst Borgþórsson
[quote=Sverrir]Vélin fer kl.10:05 í fyrramálið en kostar 53.000... ef við bíðum til 1. mars þá er það ekki nema 22.000 út. ;)[/quote]
Já og heim er seinni tíma mál.

Re: Teneríf - Febrúar 2016

Póstað: 24. Feb. 2016 08:38:19
eftir gunnarh
Það er ódýrara en að kaupa sér betri úlpu frá 66.