Re: 19.03.2007 - Gjafamál, vefsíðumál og atburðir
Póstað: 19. Mar. 2007 01:08:04
Hvað er hægt að gefa flugáhugamanni að gjöf? Hvað með drykkjarborð sem er búið til úr æfingasprengju úr seinni heimsstyrjöld og hluta af B-52 mótor? Nú eða barborð sem er búið til úr Mk-84 sprengju. Eða borð búið til úr nafarhlíf af C-133. Hægt er að líta við á http://www.motoart.com/ til að sjá fleiri gripi. Það er kannski ekki hægt að segja að þetta séu ódýrar gjafir þar sem verðmiðarnar byrja oftast í 4 stafa dollaratölu.
Flugmódelfélag Suðurnesja hefur sett nýja útgáfa af vefsíðu sinni í loftið og eins og endranær má nálgast hana á vefslóðinni, http://www.modelflug.net/.
Einnig er rétt að benda á að nú eru byrjaðar að koma tilkynningar um atburði sumarsins og er hægt að sjá það sem er komið inn á http://frettavefur.net/atburdir/.
Flugmódelfélag Suðurnesja hefur sett nýja útgáfa af vefsíðu sinni í loftið og eins og endranær má nálgast hana á vefslóðinni, http://www.modelflug.net/.
Einnig er rétt að benda á að nú eru byrjaðar að koma tilkynningar um atburði sumarsins og er hægt að sjá það sem er komið inn á http://frettavefur.net/atburdir/.