Síða 1 af 1

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 26. Feb. 2016 21:19:53
eftir Sverrir
Hamranesið var heimsótt í síðdegisblíðunni og mikið flogið.

Vignir mætti galvaskur með flota út á völl.
Mynd

Á skíðum skemmti ég mér...
Mynd

Phoenix 1600 stakk af eftir að fjarstýringin kláraði strauminn og fór nokkurn spöl. Muna að rafhlöður klárast hraðar í kulda!
Mynd

Það getur verið langt niður á fast.
Mynd

Allt er gott sem endar vel...
Mynd

með smá lími.
Mynd

Lúlli og Extra mættu fljótlega á svæðið.
Mynd

Mynd

Snjórinn var troðinn niður svo vélin ætti auðveldara með að athafna sig.
Mynd

Svo hófst fjörið!
Mynd

Mynd

Lúlli vann kappflugið með stæl! ;)
Mynd

Mynd

Kóarinn fékk að prófa aðeins.
Mynd

Mynd

Samflug
Mynd

Tveir kátir og sá þriðji á myndavélinni.
Mynd

Mynd

Svo var bara að skella í lás að loknu frábæru síðdegi.
Mynd

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 26. Feb. 2016 21:20:05
eftir Sverrir

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 26. Feb. 2016 22:04:41
eftir lulli
[quote=Sverrir]


Lúlli vann kappflugið með stæl! ;)
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 030_11.jpg


[/quote]

Haha... hvað voru þessar tvær þotur að halda að þær gætu haft í tré við extru..

ATH vef-myndavélin ætti að verða virk næstu daga þar sem hún var endurræst.
Flottar myndir Sverrir - takk fyrir.

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 26. Feb. 2016 22:48:16
eftir Steinþór
flottir kallar kv Steini litli málari

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 26. Feb. 2016 23:24:33
eftir Vignir
Mætti kl 15:00 logn og hitastig 1°C sem sagt meiriháttar.
Þegar gaman er þá er ekkert mál að hunsa smá rafhlöðuviðvaranir !! verst með krassið
Jæja best að setja nýju rafhlöðuna sem ég fékk í vikunni í blessaðan sendinn.
Ætlii 35Mhz helvítið sem er 26 ára gamalt dugi þá ekki næstu 10 árin í viðbót, verður þá 36 ára hehe.
Annars er alveg magnað hvað rafmagnið léttir manni lífið.
Tekur ekki nema 3 til 4 mín að gera flugklárt úti á velli.
Discovery vélin ræður við 4 til 6 sellu rafhlöður.
Hún er reyndar velþung með 5000mA 6 sellu en er mjög stöðug og vindur hefur lítil áhrif á hana.
Ekkert mál að rífa hana upp úr snjónum hvort sem er á hjólum eða skíðum.
Í dag var ég með 4 sett af rafhlöðum fyrir Discovery og 4 sett fyrir Phoenix1600. Þetta dugði í 3 klst.
Þurfti einungis að hlaða sendinn með ónýtu rafhlöðunni í ca 10 mín og kláraði svo daginn.
Tók saman smá video sem var tekið á Mobius
[quote=vignir][/quote]

Takk fyrir daginn strákar

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 27. Feb. 2016 10:52:03
eftir Ágúst Borgþórsson
Þið eruð frábærir hörku kallar, og hann Maggi okkar líka. Það er greinilega smá líf undir klakanum :)

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 27. Feb. 2016 12:10:15
eftir Sverrir
Nei, ég gáði, það er allt steindautt þar! :D
Mynd


Já, það eru nú oft bestu veðrin í vetrarstillunum eins og við þekkjum! :)

Re: Hamranes - 26.febrúar 2016

Póstað: 27. Feb. 2016 15:41:26
eftir einarak
Gaman að þessu!