Ég ætla mér að vinna balsabrúakeppnina í HÍ á mánudaginn en balsinn sem fæst í byko hentar illa í letta verkefni. Mig vantar sem sagt þungan og mikið æðóttan balsa í 74gr brú, 5x5mm eða 5x100mm. Endilega sláið á þráðinn eða hringið í síma 6690069 ef þið getið reddað mér
Re: Brúarkeppni HÍ
Póstað: 17. Mar. 2016 18:38:36
eftir Guðjón
Það er gaman að segja frá því að brúin sem ég smíðaði "rústaði" þessari keppni.
Skv. reglum átti brúin að uppfilla eftirfarandi skilyrði:
Hámarksþyngd: 75g
Spanna 50cm
Vera úr 5x5mm balsa
Hámarkshæð frá stoðum: 15cm
Að lágmarki 5mm milli samsíða lista
Brúin átti að þola 250N (25,5kg)
Brúin mín var 74,69g og hélt heilum 550N (56kg)! Brúin lenti í öðru sæti en brúin sem var í 1. sæti var hins vegar um 19cm á hæð (yfir mörkum) en þar sem kennararnir í HÍ mældu hvorki hæð né þyngd brúanna, fékk hún að taka þátt. Ég er eiginlega hundsvekktur yfir því að frændi hafi ekki fengið þau verðlaun sem hann átti skilið en það var aðeins gefið 10 fyrir verðlaunabrýr, frændi fékk bara. 9,5
Re: Brúarkeppni HÍ
Póstað: 18. Mar. 2016 18:12:27
eftir Björn G Leifsson
Guðjón, þú gleymir því að mynd á að fylgja grobbgreinum (til hamingju með afrekið)