París módelbúðir

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: París módelbúðir

Póstur eftir maggikri »

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: París módelbúðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hei... ég er að fara til Parísar e. mánuð!!!!
...
...
en konan fer meeeeððð!! :( :( :( ...:D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: París módelbúðir

Póstur eftir maggikri »

Það fínt að hafa konuna með. Þetta er eina módelbúðin sem hún hefur komið með mér inn í útlöndum(en að vísu rekið á eftir mér)í hinum hefur hún beðið fyrir utan eða á næsta kaffihúsi. Þetta er góð búð. Það eru að vísu 2-3 búðir með þessu nafni í sömu götu meira að segja í miðbænum. Þú verður að passa þig að hitta á aðalbúðina sem er með öllu alvörudótinu.
Kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: París módelbúðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sko mig:

Mynd

Rue de Louvre númer 3. Bara steinkast frá norðausturhorni Louvre-safnsins.

26 -29 stiga hiti alla vikuna. Froskarnir sjálfir alveg dolfallnir yfir þessari óvæntu hitabyglju en ætli það sé ekki bara eitthvað til í þessu glóbal vormíng eftir allt saman.
Bara verst ef það ætlar að koma út í svona skítaroki hérna uppi á klakanum.

Nennti svo sem ekki að gramsa mikið þarna. Þeir virðast græða mest núorðið á plastmódelum og ævintýrafígúrum. Skoðaði mig bara um og sýndist verðin ekki neitt hagstæðari en að panta í póstverslunum og þó þeir ættu einn-tvo stóra kassa sem mig langaði í þá nennti ég ekki að standa í því núna.
Mest freistaði annars vegar kassi með Imagine frá Thunder Tiger. Ég átti svoleiðis til skamms tíma með .61 mótor sem var virkilega góður gripur enda hönnuð af Tsugutaka Yoshioka sem á víst að vera mikill snillingur.
Svo var þarna Super Stinker, 27% kitt-spýtur í hlutfallslega litlum en þungum kassa frá Midwest (minnir mig). Ég var að spá í hvort það væri ekki sama kittið og Þröstur smíðaði og var reynsluflogið um daginn??
Freistandi en ég var of latur í hitanum og svo varð mér hugsað til blessaðs SúperKöbbsins sem sat heima í skúr grátandi yfir dugnaðarleysi eigandans svo ég ákvað að bæta ekki enn einni slæmu samviskunni á mig (í bili allavega :) )
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11436
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: París módelbúðir

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson]Svo var þarna Super Stinker, 27% kitt-spýtur í hlutfallslega litlum en þungum kassa frá Midwest (minnir mig). Ég var að spá í hvort það væri ekki sama kittið og Þröstur smíðaði og var reynsluflogið um daginn??[/quote]
Stemmir.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: París módelbúðir

Póstur eftir maggikri »

Björn. Tók konan myndina. Þú hefur ekki farið í aðalbúðina hjá EOL eða hvað? Mig minnir að ég hafi labbað upp tröppur utandyra til að fara inn. Þar var svakalega mikið úrval og hún var á tveimur hæðum. Ekkert plastmódeladót eða ævintýrastuff. Bara alvörubúð eins og þær gerast bestar. getur líka veriðað það sé búið að breyta einhverju hjá þessu fyrirtæki.
kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: París módelbúðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef maður fer á línkinn í fyrsta póstinum (þínum Maggi) þá er strax hægra megin listi yfir búðirnar þeirra sem virðast bara vera tvær, ein í París og hin í Bordeaux:

Mynd

Þetta var á Louvregötu númer 3 og ég var nú ekkert í aðstöðu til að leita að fleirum heldur. Jú konan tók myndina að minni beiðni, ég vildi geta sannað afrekið, rétt eins og þegar Hillary komst á tindinn og lét afmynda sig þar.

Reyndar er talsvert úrval þarna og tvær hæðir. En það virtist ekki hröð umsetning á flugdótinu ef marka má rykdreifinguna og útstillingar lögðu áherslu á "leikföngin" frekar en ðö ríl stöff. Nokkuð myndarlegir staflar af módelkössum á neðri hæðinni og gott spýtna og stangaúrval. Kovveríng bara til í metratali af rúllum og lítið úrval. Í einu horninu voru kassar með bæklingum svokölluðum "Walkaround" myndabæklningum um allar mögulegar flugvélar og fleira en því miður engin um neitt sem mig lagaði í svo sem B24.

Eins og gengur þá hefði eflaust ýmislegt komið upp úr skúffum og hornum ef ég hefði spurt meira en franskan mín er ekki það góð ("Mussjur, önn bjerr sílvúple",,, sko ég kann smá :D ) að ég legði út í neinar dýpri pælingar með köllunum svo eftir 15 mínútur eða svo labbaði ég mér út og beið eftir konunni (sem hafði gefið mér hálftíma).
Þá varð ég vitni að nokkuð skemmtilegu, sem ég hefði eiginlega átt að mynda... en...ojæja... stundum gleymir maður sér.

Tveir Vespuvæddir froskar höfðu snert hvor annan ótilhlýðilega á götunni og öðrum var eitthvað illt í hnénu en haltraði nú liðlega um þrátt fyrir það. Hjólin virtust óskemmd.
Greinilega hafði verið hringt í viðeigandi yfirvöld og von bráðar birtist stærðar sjúkrabíll, tækjabíll frá slökkviliðinu (Pompiers) og lítil rúta með þrettán lögreglumönnum og konum kom síðust með blikkandi ljósum og sírenuvæli miklu. Svæðið var snarlega girt af með keilum, sjúkrabíllinn fór fljótlega en lögreglufólkið vann markvisst að því að yfirheyra nærstadda og virtist eins og hver löggi (af þessum 12 eða 13!) tæki sína skýrslu af einhverjum. Pompíerarnir þvældust um og reyndu ýmist að líta út eins og þeir hefðu eitthvað hlutverk eða skröfuðu og spjölluðu með tilheyrandi látbragði.
Ef einhver hefur farið um götur Parísar í leigubíl, hvað þá reynt að keyra þar sjálfur þá skilur hann hversu absúrd þessi uppákoma fyrir utan EOL-búðina er. Manni finnst alveg ótrúlegt að það skuli ekki vera "fender-bender" á hverju horni á hálftíma fresti en slikt mun vera tiltölulega óalgengt.

Kannski var þessi uppákoma svona mikilfengleg vegna þess að maðurinn var eitthvað meiddur?? Hann hjólaði nú samt bara burt þegar hallojið var yfirstaðið.
Manni varð að sjálfsögðu hugsað til þess hversu mikið lið við þyrftum í R-víkinni ef svona mikið tilstand þyrfti við hvert óhapp í umferðinni okkar :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: París módelbúðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=maggikri]... Mig minnir að ég hafi labbað upp tröppur utandyra til að fara inn...[/quote]
Jaaaa... það fer auðvitað eftir þáverandi ástandi hvernig þú hefur upplifað þrepið en ég var þarna fyrir Cocktail-hour svo þetta var ekkert erfitt :D Mynd

Ég var þó orðinn verulega þyrstur svo það var hluti af ástæðunni fyrir að ég nennti ekki að gramsa meira...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: París módelbúðir

Póstur eftir maggikri »

Flottur ! Já þetta var árið 2001. Ég fór í einhverjar 3 EOL búðir í sömu götu. Ein var áberandi best.

KV
MK
Svara