Síða 1 af 2

Re: Cosford 2005

Póstað: 25. Apr. 2005 20:20:01
eftir Agust
Cosford 2005 verður 9-10 júlí.

Ég er að forvitnast um hvaða mörlandar verði þar. Vel getur verið að ég verði staddur í nágrenninu og líti við.



(Sjá umfjöllun á http://www.flugmodel.is/cosford_04 vegna Cosford 2004)


Bestu kveðjur

Ágúst

Re: Cosford 2005

Póstað: 26. Apr. 2005 00:38:52
eftir Sverrir
Það gæti farið svo að ég verði einnig þarna í nágrenninu... það má nokkurn veginn bóka það að Skjöldur verði þarna á svæðinu ;)

Bendi einnig á http://modelflug.net/?page=myndir&id=11 fyrir myndir frá 2003.

Re: Cosford 2005

Póstað: 9. Maí. 2005 16:08:54
eftir Agust
Frá LMA: ( http://www.largemodelassociation.com )


Cosford: July 9th-10th

Known as the biggest and best model show in the country. The range and scale of the aircraft flown is truly awe-inspiring. Cosford museum is one of the best in the country as well. A real treat of a model show. This year we have something different to offer visitors. There will be some full-size participation from the RAF.

We can confirm that the following will display on July 10th (with the usual conditions of serviceability and weather conditions): A HAWK, a TUCANO, and a fly past by the RED ARROWS. This show somehow gets better each year!




A map and accommodation details are available here http://www.largemodelassociation.com/ev ... osford.htm

Re: Cosford 2005

Póstað: 21. Jún. 2005 08:42:17
eftir Agust
Til fróðleiks, þá er myndskreytt grein um Cosford 2002 hér sem Acrobat pdf skjal (1,5Mb).

Re: Cosford 2005

Póstað: 21. Jún. 2005 09:08:37
eftir Sverrir
Skv. nýjustu tölum þá eru 136 módel skráð til leiks og búist við miklu fjöri að venju.

Re: Cosford 2005

Póstað: 21. Jún. 2005 15:07:13
eftir Agust
Hvaða mörlandar verða þarna? Ég veit bara um fjóra.

Re: Cosford 2005

Póstað: 21. Jún. 2005 15:50:08
eftir Sverrir
Held þeir séu ekki fleiri í augnablikinu. :)

Re: Cosford 2005

Póstað: 4. Júl. 2005 15:26:48
eftir Agust
Ég sé að slóðin að greininni um Cosford 2004 á www.flugmodel.is hefur breyst. Rétt er hún svona:

http://flugmodel.is/greinar/cosford_04/

Re: Cosford 2005

Póstað: 12. Júl. 2005 16:53:45
eftir Agust
Fáeinar myndir frá því um síðustu helgi eru hér:

http://brunnur.rt.is/ahb/photoalbum/Cosford-2005

Hægt er að velja sjálfvirka sýningu á myndunum (slide show). Einnig er hægt að skoða frummyndina í fullir upplausn með pílunni sem er við neðra hægra horn myndar.

Hitinn var um 30 gráður báða daganna og frábært flugveður.

Vona að myndaalbúmið sé í lagi og að engir hnökrar séu.



(Ef slide show stoppar vegna villu er best að fara á yfirlitssíðu og velja næstu mynd fyrir aftan og ræsa síðan slide show aftur).

Re: Cosford 2005

Póstað: 12. Júl. 2005 17:28:58
eftir Ingþór
The page cannot be displayed
There are too many people accessing the Web site at this time.


hehe, fínar myndir, ég var að ná að klára, en þetta er vinsælt efni hjá þér :D