Síða 1 af 1

Re: 28.03.2007 - Styttist í vorið

Póstað: 28. Mar. 2007 06:40:56
eftir Sverrir
Nú er lítið eftir af marsmánuði og með hækkandi sól er farið að styttast í fyrstu samkomur vorsins. Fylgist með á næstu vikum en nú fara mótaskrár að detta inn hjá þeim félögum sem eru ekki nú þegar komin með þær. Fréttavefurinn mun að sjálfsögðu birta allar þær upplýsingar sem við komumst yfir undir Atburðir eins og svo mörg undanfarin ár.

Minnum á kassagrams hjá MódelExpress í kvöld.

Fyrsta mót ársins, Vínarbrauðsmótið, verður haldið laugardaginn 7.apríl nk og hefst stundvíslega kl.12 út á Hamranesi. Athugið að þetta er eitt af tveimur mótum sem er haldið hvernig sem viðrar.

Re: 28.03.2007 - Styttist í vorið

Póstað: 28. Mar. 2007 08:50:46
eftir Gaui K
Smá nöldur :)

Hefði ekki mátt bíða fram yfir mánaðarmót? kannski meira í budduni þá hjá sumum?

kv,Gaui K.

Re: 28.03.2007 - Styttist í vorið

Póstað: 28. Mar. 2007 09:40:57
eftir Sverrir
Búinn að líta í veskið? ;)

Það eru stærri öfl að verki í alheiminum en svo að litlir menn eins og við getum breytt þeim.
Annars veistu að það er yfirleitt mjög þægilegt að ganga til samninga við verslunarmenn.

Re: 28.03.2007 - Styttist í vorið

Póstað: 28. Mar. 2007 13:09:34
eftir Sverrir
Athugið nýjar upplýsingar um Vínarbrauðsmótið!