Síða 1 af 1
Re: Flugvikan
Póstað: 29. Mar. 2007 23:25:49
eftir Sverrir
Jæja, komin fjögur flughæf kvöld í vikunni. Skyldi fimmta bætast við á morgun?
Hafa menn verið duglegir að fara út á flugvöll í vikunni?
Re: Flugvikan
Póstað: 30. Mar. 2007 00:41:37
eftir Guðni
Sæll Sverrir..
Heldur betur...síðustu 3 dagar lágu kaldir....
en myndavélin var eftir heima..svo það eru engin sönnunargögn til staðar..

Ég var búinn að gleyma því hvað þetta getur verið gaman..það hefur liðið of langt á milli...
Kveðja Guðni Sig.
Re: Flugvikan
Póstað: 31. Mar. 2007 11:46:15
eftir Spitfire
Tvö frábær kvöld, jómfrúarflug bæði vélar og eiganda innifalið
Lítur ekki vel út í dag, SV bræla og rigning, bara að muna eftir að fórna feitum lambskrokk á altari veðurguðanna svo þeir haldist góðir yfir páskana.

Re: Flugvikan
Póstað: 31. Mar. 2007 22:10:28
eftir Agust
Hér á Haukadalsflugvelli er myrkur, rok og rigning þegar þetta er ritað. Hvað er til ráða?
Re: Flugvikan
Póstað: 1. Apr. 2007 01:23:02
eftir Ingþór
Áður en menn fara í simmann þá mæli ég með því að menn fara bara í huglæa æfingu, reyna að sjá fyrir sér hvað menn vilja gera og ímynda sér hvað þeir geri til að framkvæma það.... það er allavega þannig sem ég hef náð mínum árangri (hver svo sem hann er)
tildæmis ef þið eruð farþegar í bíl (já eða strætó) ímyndið ykkur að þið séuð að fljúga flugvél eða þyrlu fyrir framan. Ég mæli ekki með þessari tækni fyrir bílstjóra!
Já eða bara gera vélina vatnsþétta og drífa sig út í rokið, hættum að væla yfir veðri og fljúgum bara

já eða ekki

Re: Flugvikan
Póstað: 1. Apr. 2007 08:40:09
eftir Björn G Leifsson
[quote=Ingþór]Áður en menn fara í simmann þá mæli ég með því að menn fara bara í huglæa æfingu, reyna að sjá fyrir sér hvað menn vilja gera og ímynda sér hvað þeir geri til að framkvæma það....[/quote]
Ekki bara simmanum, líka í "ðö ríl þíng" eins og sagt er að Grísará...
Það er svakalega hollt að gera "flugáætlun", ekki bara taka á loft og sjá svo til hvert stefnir.
Maður fær miklu meira út úr flugtúrnum ef maður er búinn að ákveða fyrirfram hvað maður ætlar að æfa og hvernig og fylgja því svo vandlega. Listflug gengur jú út á að fljúga eftir forskrift og... ættum við ekki alltaf að fljúga listflug??? eða hvað
Gleðilegan sunnudag. Ég verð í vinnunni
