Síða 1 af 1

Re: Undirbúningur á fullu fyrir flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli

Póstað: 12. Maí. 2016 22:36:27
eftir Agust
"Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli mun fara fram laugardaginn 28. maí..."

http://alltumflug.is/flugfrettir/9577/U ... rflugvelli

Re: Undirbúningur á fullu fyrir flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli

Póstað: 13. Maí. 2016 17:54:39
eftir Flugvelapabbi
Ja altaf heppnir
þennan dag verdum vid med okkar KRIU mot a Sandskeidi, þarna vantar samvinnu milli FMFI og annara klubba
kv
Einar Pall

Re: Undirbúningur á fullu fyrir flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli

Póstað: 19. Maí. 2016 18:41:30
eftir Gauinn
Er ekki pláss fyrir "flugsýninguna" upp á Sandskeiði þó svo við verðum þar líka?

Re: Undirbúningur á fullu fyrir flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli

Póstað: 21. Maí. 2016 22:03:36
eftir gudjonh
Nei!!!

Re: Undirbúningur á fullu fyrir flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli

Póstað: 22. Maí. 2016 00:40:39
eftir Sverrir
[quote=http://www.alltumflug.is/flugfrettir/96 ... lgi_aflýst]Flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli sem átti að fara fram næstkomandi laugardag, 28. maí, hefur verið aflýst.

Ástæða þess er að ekki fékkst undanþága frá yfirvinnubanni flugumferðarstjóra fyrir sýningardeginum en Flugmálafélag Íslands hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar.

„Það breyttist bara og við fengum synjun“, segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, en upphaflega var mikil jákvæðni fyrir því að veita undanþágu svo hægt væri að halda flugsýninguna.

„Það er ekki hægt að vera með tæpan mannskap í flugumferðarstjórn“, segir Matthías en ekki er hægt að taka áhættu með einn flugumferðarstjóra á vakt ef eitthvað myndi út af bregða og hann gæti skyndilega ekki verið lengur á vakt.

Að sögn Matthías var allt á fullu með undirbúninginn og voru margir aðilar komnir langt með skipulagningu og er verið að fara yfir stöðuna og sjá hvernig málin þróast en ef bannið heldur áfram og verður áfram út sumarið þá verður útséð um að hægt væri að halda neina sýningu í sumar.

Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli fór seinast fram árið 2014 en hún féll einnig niður í fyrra en orsök þess var vegna veðurs. [/quote]