Kríumótið 2016

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11170
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir Sverrir »

Helgi síðar en stefnt var að fór Kríumótið fram, sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri þátttakendur en átta keppendur voru mættir til leiks á Sandskeiðið í morgun. Reyndar heltist einn fljótlega úr lestinni sökum rifrildis við Móður Jörð en hinir sjö luku svo keppni á fjórða tímana í dag. Tvisvar þurfti að færa til spilið þegar vindurinn snéri sér en menn leystu úr því í snarheitum og tafði það keppnina óvenju lítið. Einar Páll mótsstjóri, Árni og Einar Ólafur sérlegir aðstoðarmenn fá þakkir fyrir en ekki þurfti að senda Árna í sund að þessu sinni.

Úrslit urðu sem hér segir (að því gefnu að engar villur hafi verið í innslætti gagna).
1.sæti - 3796 - Guðjón
2.sæti - 3578 - Rafn
3.sæti - 2968 - Frímann
4.sæti - 2966 - Jón
5.sæti - 2851 - Steinþór
6.sæti - 2521 - Sverrir
7.sæti - 2409 - Erlingur

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
svenni
Póstar: 33
Skráður: 5. Ágú. 2010 07:10:18

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir svenni »

Myndir sem ég tók á mótinu í dag. Þakka öllum fyrir frábæran félagsskap.

Passamynd
gudjonh
Póstar: 744
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir gudjonh »

Takk fyrir góðan dag á Sandskeiði!!! Sé að mínar myndir bæta ekki neinu við sem skiptir máli. Áberandi hvað lendingarstigin voru fá í þetta sinn.

Guðjón
Passamynd
Böðvar
Póstar: 455
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir Böðvar »

Takk fyrir góðan félagsskap drengir þið eruð frábærir sálufélagar. Guðjón þú harður nagli og ert vel að þessum sigri kominn til hamingju innilega. Frábært að hafa hirðljósmyndara með í för sem Sveinbjörn Ólafsson er takk takk.

kv Böðvar
Passamynd
Steinþór
Póstar: 199
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir Steinþór »

Takk fyrir góðan dag,flottar myndir Sveinbjörn.
kv Steini litli málari
Passamynd
Elli Auto
Póstar: 48
Skráður: 16. Jan. 2015 22:00:31

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir Elli Auto »

Takk fyrir góðan dag allir saman og myndir Sveinbjörn.
Ég gat ekki annað en reynt að fræðast um það sem ég var að slást við og skýringin er trúlega að C/G er en of aftarlega og hreyfingin á hæðarstýrinu 1-2 mm of mikil. Eða, ef hreyfingin fer yfir ákveðið mark á hæðarstýrinu þá verður meiri hætta á Flat Spin ef sviðið sem C/G er á er of aftarlega. https://en.wikipedia.org/wiki/Spin_(aerodynamics)
Kv. Elli
Passamynd
arni
Póstar: 264
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Kríumótið 2016

Póstur eftir arni »

Takk fyrir góðan dag félagar.Ekki skemma myndirnar. :)
Kveðja. Árni F.
Svara