Síða 1 af 1

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 8. Apr. 2007 15:11:38
eftir Björn G Leifsson
Ég var í bústaðnum um daginn með tærnar upp í loft og leiddist. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að alltaf þegar ég ligg þarna í sófanum þá fer ég að góna á elsku fallegu Pronto vélina mína sem hangir þar uppi til skrauts. Þetta er vélin sem ég var byrjaður á fyrir uþb 30 árum og kláraði svo hér um árið þegar dellan byrjaði aftur. Flaug henni tvö sumur og var svo búinn að taka kramið úr henni og ákveða að hafa hana þarna upp á punt en.... falleg vél á að fljúga... ekki satt?

Mynd

Einhvern veginn fer ég alltaf að hugsa við slík tækifæri, hversu skemmtilegt væri að setja raf-græjur í hana.
Hvað segja nú spekingarnir sem eru inní rafmagnsmálum þessa dagana? Hvaða mótor/ESC/batterí mundi passa og geta samsvarað .46 glóðarhaus? Einfaldast væri að geta bara fest hann á mótorbjálkana sem fyrir eru.

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 8. Apr. 2007 16:21:26
eftir Agust

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 9. Apr. 2007 12:26:03
eftir Agust

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 9. Apr. 2007 15:02:45
eftir Björn G Leifsson
Vááá...
Verð að viðurkenna að ég var bara búinn að gúgla þetta frekar lauslega og fannst ég ekki finna neitt...

Takk Ágúst.

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 9. Apr. 2007 17:28:50
eftir Guðni
Ég man eftir þessari vél..hún flaug listavel hjá þér..
En eru menn að fá nógu mikið út úr þessu rafmagni..mér finnst
vanta vesenið og hávaðann ,,bara mitt álit...:) Mynd

Guðni Sig.

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 9. Apr. 2007 20:55:33
eftir maggikri
Sammála Guðna með þessa vél. Ekkert rafmagnsdót í hana. Er ekki líka bæði dýrara og meira vesen að breyta svona reyndri glóðareldsneytisvél í rafmagn.

kv
MK

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 9. Apr. 2007 21:36:29
eftir Gaui K
Líka með á þessu.
það er bara það að hafa bensínfnykin og hávaðan mér finnst það alltaf skemtilegra þó að rafmagnsvélar séu ágætar í hallæri :)

kv Gaui K.

Re: Rafbreyting .46 vélar

Póstað: 9. Apr. 2007 21:55:05
eftir Agust
Ég er reyndar mjög ánægður með mína Ultra Stick 25e sem er með 32 mótor. Eftir töluverðar vangaveltur fannst mér hún vera stærsta praktiska rafmagnsmódelið sem vit væri í án þess að þurfa að fremja bankarán. Mjög spræk (lóðrétt klifur), gefur glóðarvélum ekkert eftir, og svo eru auðvitað flapsar og innbyggður startari, eða þannig...