Flugvöllur við jaðar hálendisins.
Flugskýlið hægra megin í fjarska.
Horft til norð-vesturs. NV-SA braut.
Horft til suð-vesturs. SV-NA braut.
Vindpokinn. Umhverfið er mjög þýft og hentar vel til að losa hjólastellið af.
Flugskýlið, vélageymslan: Big-Lift með ZG-23. Glittir í sláttutraktor.
Flugskýlið, betri geymslan: Ultra-Stick 25e, Bixler, Stryker, Simprop Big Excel, annar Stryker, Phoenix, DJI Phantom 1, flugdrekar...
Loftmynd.
Þessar gersemar eru vaktaðar með öflugu vaktkerfi
Iðavøllr
- Jón Björgvin
- Póstar: 103
- Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09
Re: Iðavøllr
Þetta er flott hjá þér Ágúst!
Re: Iðavøllr
Sæll Ágúst,
Hvað er brautin löng?? Er hægt að setja niður "svifflug spilið" og hafa flugkomu? Þurfum 200 m fyrir spilið.
Guðjón
Hvað er brautin löng?? Er hægt að setja niður "svifflug spilið" og hafa flugkomu? Þurfum 200 m fyrir spilið.
Guðjón
Re: Iðavøllr
[quote=gudjonh]Sæll Ágúst,
Hvað er brautin löng?? Er hægt að setja niður "svifflug spilið" og hafa flugkomu? Þurfum 200 m fyrir spilið.
Guðjón[/quote]
Brautirnar eru ekki nema rétt rúmlega 60 metrar. Svæði sem ég sléttaði er alls um 2000 fermetrar minnir mig.
Hvað er brautin löng?? Er hægt að setja niður "svifflug spilið" og hafa flugkomu? Þurfum 200 m fyrir spilið.
Guðjón[/quote]
Brautirnar eru ekki nema rétt rúmlega 60 metrar. Svæði sem ég sléttaði er alls um 2000 fermetrar minnir mig.
Re: Iðavøllr
Þarna er oft stífur vindur eins og sést á vindpokanum, en með því að nota Guardian 2D/3D stabilizer kemur það ekki að sök. Þannig búnaður er í Ultra Stick, Bixler og Stryker.
Re: Iðavøllr
Vindur er trúlega ekki vandamál, nema kanski ef meyra en 45gr á flugtak. Endablökk fyrir spilið þarf ekki að vera á sléttu, bara ekki yfir "mikkla" hæð. Sé fyrir mér flott Termikk flug á þessum stað.
Re: Iðavøllr
Umhverfis völlinn eru að vaxa upp allnokkur tré og kjarr sem vír gæti flækst í. Ég hef þó reynt að halda landinu við enda flugbrauta sem mest trjálausum.