Þetta var sannarlega frábær dagur og flottar myndir hjá þér, Sverrir! Ég tók aðallega vídeó en þá er höfuðverkurinn við klippivinnuna eftir
Það er þó ljóst að einhverjir hafa gleymt sér svolítið í gleðinni þannig að óskilamunir hrúguðust upp hjá okkur við tiltektina í dag. Þarna á svæðinu fannst til að mynda forláta skrúfa, fremur vel með farinn servóarmur af algengri gerð og balsaspýta, sem hefur augljóslega munað sinn fífil fegurri. Eigendur geta vitjað þessara gersema í smíðaaðstöðu FMFA í Grasrótinni (Slippnum) fram að næsta flugdegi, sem mér sýnist að verði þann
12. ágúst 2017, enda er verslunarmannahelgin mjög seint á ferð á næsta ári.
Takk fyrir frábæran dag!
Árni H